Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Blaðsíða 125
Jón: »Ur pví að presturinn minnist á letina, pá
verður mér að minnast tveggja skólabræðra minna,
Jónasar og Sveins. Jónas var ópreytandi og var orð-
inn milljónaeigandi, áður en hann var fertugur, en
Sveinn gerði aldrei handtak og átti ekki skyrtuna á
kroppinn á sér«.
Prestnr: »I*arna sér maður, Jónl«
Jón: »0g pá dó Jónas af lúa og ofreynslu, en
Sveinn eignaðist ekkjuna«.
Á eftir fyrirlestri, sem kona flutti um menntun og
uppeldi unglinga, stungu nokkurir karlar saman nef-
jum, og einn sagði: »Og svo sagði hann, að peir ættu
að lesa náttúrufræði! Eins og krakkarnir fái ekki
nógu fljótt náttúru, pegar peir eru orðnir fullorðnirk
— »Hvers vegna heilsaðir pú ekki útgerðarmann-
inum, sem við mættum?«
— »Heilsa honum! Hann er ópokki!«
— »Svo—o? Hann er pó sagður heiðursmaður«.
— »Sá er nú heiðursmaður! Hann heflr einu sinni
ábyrgzt fyrir mig víxil«.
— »Þá æltirðu að vera honum pakklátur heldur
en hitt«.
— »Ja, sei—sei! Eg varð að borga hann sjálfur«.
Prestur (mætir Pétri gamla, sem allt af hafði verið
svallari og blótsamur): »Heyrðu, Pétur; hvenær ætl-
arðu að hætta pessu blóti og bannfæringum? Pú
ættir að taka konuna pína pér til fyrirmyndar í
góðu liferni«.
Pélnr gamli: »0, petta er ekki um að tala, prestur
minn. Eg bölva dálítið og hún biðst fyrir við og við,
en við meinum hvorugt nokkuð með pví«.
(121)