Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Page 37
hvert málið fer með hverja hugmyndina og má svo
að orði kveða, að hann hafl tönn og tungu úr hverri
þjóð, er hann vill. Ann hann mjög menningu Norður-
landa. Hann var lengi Suðurjótum hinn bezti liðs-
maður í baráttu þeirra fyrir þjóðerni sinu, og meðan
stríðið stóð, var hann suðurjózkum föngum i Frakk-
landi og Englandi mikil bjálparhella.
Verrier er stórgáfaður málfræðingur, en heflr sér-
staklega lagt stund á hljóðfræði og bragfræði. Aðal-
rit hans er Essai sur les principes de la mélrique
anglaise (Grundvallaratriði enskrar bragfræði) i 3
bindum, París 1909. Tekur hann þar til meðferðar
eigi aðeins enska bragfræði, heldur og grundvöll
allrar bragfræði. Sýnir það rit geysimikla rannsókn
og skarpskygni, og þótt efniö sé strembið, er með-
ferðin svo ljós og skemmtileg, að einnig þeir, sem
ekki eru sérfræðingar í þessu efni, geta lesið ritið
sér til ánægju. Á það ekki sízt við 2. bindiö, sem er
um hátt eða hrynjandi almennt (Théorie générale
du rythme), og skyldi enginn ganga fram hjá því, er
um hrynjandi hugsar, því að þar mun drepið á flest
það, er komið hafði fram um þetta viðfangsefni, er
bókin var rituð. 3. bindið er um tilraunir, sem
Verrier gerði, til sönnunar kenningum sínum.
En Verrier hefir og lagt stund á bókmenntir og
haldið fyrirlestra og skrifað margt um þau efni, svo
sem um íslendingasögur, þjóðvísurnar dönsku, Sören
Kirkegaard, Henrik Ibsen, Strindberg o. s. frv. Hann
er skáld og heflr þýtt kvæði úr Norðurlandamálum
á frönsku, og orkt hefir hann nokkur kvæði á dönsku.
Hann getur jafnvel komið saman sléttubandavísu á
islenzku. Pótt hann hafl ekki, svo að ég viti, geflð út
sérstök rit eða ritgerðir um alíslenzk efni, þá sýnir
margt, sem hann hefir ritað, þekkingu hans á máli
voru og bókraenntum. Svo er um síðustu ritgerð
hans, fyrirlestur, er hann flutti á allsherjarfundi
sagnfræðinga í Osló i sumar sem leið um viðskipti
(33) 3