Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Síða 62
stigi hér setn í öðrum löndum, og þó er varla nokkurt
land, sem útvarpið á eins brýnt erindi við og ein-
mitt ísland^ og hvergi heflr það eins mikil skilyrði
til að brenna mörk á sálir manna og i landi hinna
löngu vetrarnótta, þar sem fátíðar samgöngur, strjál-
býli og stórfenglegt landslag heflr mótað skap og
tilfinningar heillar þjóðar.
Til þess að gefa mönnum dálitla hugmynd um
þróunarhraða útvarpsins, eru hér birtar nokkurar
tölur frá helztu útvarpslöndum heimsálfu vorrar.
Á Englandi var útvarpið skipulagt 1922, og heflr
tækjaeigöndum þar fjölgað þannig:
1. okt. 1923 voru 159.000 viðfæki í notkun
721.000 — - —
1.349.000 — - —
1.965.000 — - —
2.370 000 — - -
og nú eru þar um 2'/* miljónir tækjaeiganda, og ef
áætlað er að 5 menn hafi not af hverju tæki, þá eru
nú um 14 miljónir manna, sem hlusta þar á útvarp.
Par er hálfur þriðji tugur útvarpsstöðva, og er
Daventry-stöðin þeirra kunnust.
í Pýzkal. var útvarpið skipulagt um haustið 1923, og
1. apríl 1924 —
1. april 1925 —
1. apríi 1926 —
1. dez. 1927 —
1. apríl 1924 voru 10.000
1. okt. 1924 — 279.000
1. apríl 1925 — 780.000
1. april 1926 - 1.205.000
1. dez. 1926 — 1.337.000
1. júlí 1927 — 1.713.000
1. apríl 1928 — 2.234.732
1. jan. 1929 — 2.635 000
og nú eru þar um 2*/j miljón tækjaeiganda, eða um
14 miljónir útvarpsnotanda. Par eru 26 útvarpsstöðvar,
og er Königswusterhausen-stöðin öflugust þeirra.
Svipuð hefir verið saga útvarpsins i flestum öðrum
löndum, þannig aö 15—30°/o af íbúunum hlusta þar
á útvarp. Eftir því ættu allt að 30.000 íslendingar að
(58)