Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Side 72
stöö. Pannig er hægt aö velja um, hvaöa útvarpsstöð
maður vill hlusta á. í raun og veru senda útvarps-
stöðvarnar, þegar hinar örtíöu sveiflur eru mótaðar
með tónsveiflum, ekki að eins út sveiflur með ákveð-
inni öldulengd, heldur sveiflur með ýmsum öldu-
lengdum í kringum þessa ákveðnu aðalöldulengd.
Tvær útvarpsstöðvar mega því ekki nota aðalöldu-
lengdir, sem eru of nálægt hvor annari, því að annars
trufla þær hvor aðra í tæfcjum viðtakanda, ef þær
eru ekki mjög ólíkar að styrk eða í mjög misjafnri
fjarlægð. Af þessum ástæðum hafa menn, þegar
stöðvunum fjölgaði, fundið tilfinnanlega til þrengsla
í »loptinu«, og hafa því verið setlar alþjóðareglur til
að afstýra því, að aðalöldulengdir útvarpsstöðvanna
lægju of nálægt hver annari, eða að ekki væri nógur
munur á lengd sveiflnanna eða tíðni. Pannig er nú i
framtíðinni að eins 7 útvarpsstöðvum leyft að nota
öldulengd yfir 555 metra, og kemur sú takmðrkun
mjög hart niður á löndum, þar sem er mikið fjall-
lendi og ein stöð þarf að ná til viðtakanda mjög langt
i burtu, því að stöðvar með föngum öldum (yfir 1000
metra) draga þá miklu lengra en jafnsterkar stöðvar
með mun styttri öldum (undir 555 m.).
Hér á eftir fylgir tabla yfir helztu útvarpsstöðvarnar
í Evrópu og öldulengdir þeirra eins og alþjóða-
nefndin i Brussel hefir ætlazt til, að þær verði í
framtíðinni. Enn fremur er þar sýnt, á hvaða tíma
fréttum er útvarpað frá stöðvunum.
Öldu-
lengd, StaOur. Fréttir, kl.
metrar
1852 Huizen, Holland ............. 8 e. h.
1744 Paris, Frakkland ............3“ og 7“ e. h.
1648 Königswusterhausen, Pýzkal. 8 e. h.
1562,5 Daventry, Bretland ........ 515 og 8 e. h.
1485.1 Moskva, Rússland ..........8S0 e. h.
1415.1 Warschau, Pólland.......... 10 e. h.
* (68)