Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Síða 92
skroppið hefði upp úr Magnúsi, að hann skyldi muna
maddömunni svarið.
Magnús hafði ávallt dvalizt nærri sjó, par til er
hann fluttist að Kvennabrekku; er því trúlegast, að
hann hafl ekki unað sér til dala, þó að hann fengist
ekki um það, og mikið gladdist hann, þegar hann
vissi, að faðir minn hafði fengið veitingu fyrir Breiða-
bólstað á Skógarströnd. Það var haustið 1868. Hann
hlakkaði eins og barn til breytingarinnar og hafði
orð á því, hvað gaman væri að færast nær sjónum.
»Pað væri ólag, ef ykkur vantaði i eldinn«, sagði hann
við mömmu. »Það er líklega svo mikið um fauskinn í
skóginum, að eg ætti að geta borið heim undir pottinn«.
En það átti nú ekki svo að fara, að hann flyttist
frá Kvennabrekku, því að þetta sama haust veiktist
hann af lungnabólgu og dó eftir stutta legu. Eg man,
að eg heyrði móður mina segja frá þvi, að þegar hún
sá, hvað verða vildi um veikindi Magnúsar, hafi hún
sagt við hann, hvort hann vonaðist enn eftir að kom-
ast frá Kvennabrekku. Hafi hann þá sagt með sínum
vanalega hryssingsskap: »0, eg lield það geti svo sem
verið, að eg eigi að drepast hérna í Dölunum«.
Foreldrar minir söknuðu Magnúsar mjög. Petta var
svo hispurslaus og vandaður maður, og áreiðanlega
mannkostameiri en fólk er flest.
Jón Björnsson var fyrir mitt minni bóndi i Miðdöl-
um. Hann átti konu þá, er Elín hét; var að mörgu
leyti jafnræði með þeim. Pau voru bæði skynsöm
vel og prýðilega hagorð. Elín var mesta þrifa- og
myndarkona, og Jón var dverghagur á raálm og tré.
Samt var hvorugu sýnt um búskapinn, enda sögðu
nágrannarnir, að ekki væri von, að vel færi, þegar
setið væri við fitl og bókalestur i stað þess að sinna
um búið. Fremur þótti fátt með þeim i sambúðinni,
en bæði voru of vönd að virðingu sinni til þess að
láta bera á þvi, og ófriður átti sér ekki stað á þeirra
heimili.
(88)