Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Síða 93

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Síða 93
Þau Jón og Elín áttu einn son barna; hann hét Björn og var talinn afbragð annara ungra manna að öllu atgervi, en hann dó rúmlega tvítugur, og með honum flest það, er haldiö hafði heimilinu á fótum. Foreldrarnir urðu úrvinda af harmi og sinntu nú bú- inu enn minna en áður, enda fór þá aldur að færast yfir þau með afturför og heilsuleysi. Rak að því, að þau lögöu árar i bát og sögðu sig til sveitar. Má það segja Miðdælingum til hróss, að þeim voru valdir þeir dvalarstaðir, sem beztir þóttu í hreþpnum. Fór Elín að Háafelli til Finns bónda Sveinssonar og Pór- dísar konu hans, og var þar alla ævi síðan, en Jón fór að Kvennabrekku til foreldra minna. Bar ekki á öðru en að þau væru ásátt með að vera sitt á hvor- um bæ, enda er skammt á milli bæja þar i Dölum, og þau gátu ávallt, hvort um sig, vitað, hvað hinu leið. Jón Björnsson hafði víst dvalizt mörg ár hjá for- eldrum mínum, þegar eg fæddist. Þegar eg man fyrst eptir honum, mun hann hafa verið um sextugt eða vel það. Þá var hann nokkuð Iotinn i herðum, hárið farið aö þynnast, og bæði það og skeggkraginn hæru- skotið; hafði hvorutveggja verið rauðbirkið. Hvers- dagslega var hann svo húinn, að hann var á blárri prjónapeysu, silfurhnepptri og utan yflr í tvihnepptu vesti og svörtum vaömálsbuxum. Spariflík hans var svört stutttreyja tvíhneppt. Allt af var hann hreinn og snyrtilegur. Til marks um þrifnað hans má geta þess, að hann gróf og hlóð upp lítinn brunn, undir kletti, sem gekk fram í bæjarlækinn; rann lækjar- vatnið i hann og úr; þar laugaöi hann sig, þegar ekki var því kaldara í veðri; var pyttur þessi kallaðui Jónsbrunnur.1) 1) Fyrir þrem árum kom eg að Kvennabrekku, hafði þá ekki komið þar siðustu 40 árin, eða vel það. Gekk eg að læknum og ætlaði að sjá Jónsbrunn, en bann var þá hruninn saman. Senni- lega heiir enginn laugað sig þar eptir Jón, og ekki hafði hleðsl- unni verið haldið við. Th. Th. (89)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.