Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Qupperneq 93
Þau Jón og Elín áttu einn son barna; hann hét
Björn og var talinn afbragð annara ungra manna að
öllu atgervi, en hann dó rúmlega tvítugur, og með
honum flest það, er haldiö hafði heimilinu á fótum.
Foreldrarnir urðu úrvinda af harmi og sinntu nú bú-
inu enn minna en áður, enda fór þá aldur að færast
yfir þau með afturför og heilsuleysi. Rak að því, að
þau lögöu árar i bát og sögðu sig til sveitar. Má það
segja Miðdælingum til hróss, að þeim voru valdir
þeir dvalarstaðir, sem beztir þóttu í hreþpnum. Fór
Elín að Háafelli til Finns bónda Sveinssonar og Pór-
dísar konu hans, og var þar alla ævi síðan, en Jón
fór að Kvennabrekku til foreldra minna. Bar ekki á
öðru en að þau væru ásátt með að vera sitt á hvor-
um bæ, enda er skammt á milli bæja þar i Dölum,
og þau gátu ávallt, hvort um sig, vitað, hvað hinu leið.
Jón Björnsson hafði víst dvalizt mörg ár hjá for-
eldrum mínum, þegar eg fæddist. Þegar eg man fyrst
eptir honum, mun hann hafa verið um sextugt eða
vel það. Þá var hann nokkuð Iotinn i herðum, hárið
farið aö þynnast, og bæði það og skeggkraginn hæru-
skotið; hafði hvorutveggja verið rauðbirkið. Hvers-
dagslega var hann svo húinn, að hann var á blárri
prjónapeysu, silfurhnepptri og utan yflr í tvihnepptu
vesti og svörtum vaömálsbuxum. Spariflík hans var
svört stutttreyja tvíhneppt. Allt af var hann hreinn
og snyrtilegur. Til marks um þrifnað hans má geta
þess, að hann gróf og hlóð upp lítinn brunn, undir
kletti, sem gekk fram í bæjarlækinn; rann lækjar-
vatnið i hann og úr; þar laugaöi hann sig, þegar ekki
var því kaldara í veðri; var pyttur þessi kallaðui
Jónsbrunnur.1)
1) Fyrir þrem árum kom eg að Kvennabrekku, hafði þá ekki
komið þar siðustu 40 árin, eða vel það. Gekk eg að læknum og
ætlaði að sjá Jónsbrunn, en bann var þá hruninn saman. Senni-
lega heiir enginn laugað sig þar eptir Jón, og ekki hafði hleðsl-
unni verið haldið við. Th. Th.
(89)