Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Síða 98
ekki viljað yfirgefa Dalina, heidur en hinu, að for-
eldrar mínir hafi talið eftir að halda hann pessi fáu
ár, sem hann pá átti eftir ólifuð. En pað vissi eg, að
hann mátti velja sér hvaða heimili, sem hann helzt
kaus í hreppnum, og kaus hann að fara að Svalbaröi,
til Pálma og Önnu, sem par bjuggu. Fór par um
hann álíka og hafði verið á Kvennabrekku, að hanu
mátti dunda við fitl sitt, og allir voru góðir við hann.
Pað var víst einu eða tveim árum eftir að við flutt-
umst að Breiðabólstað, að Jón gamli kom í kynnisför
til okkar. Var mikill fögnuður okkar allra yfir að sjá
hann. Dvaldist hann tímakorn á Breiðabólstað, en
hélt svo aflur inn i Dalina sina og bar par beinin
skömmu síðar. Theodóra Thoroddsen.
2. Hnllur í Miðskógi.
Hallur var, að mig minnir, Hallsson. A fyrstu
bernskuárum minum man eg eftir honum sem heima-
gangi á Kvennabrekku hjá foreldrum mínum. Var
hann pá gamall maður, hvítur fyrir hærum.
Hallur var ókvæniur og barnlaus; hokraði hann í
Miðskógi, sem er eitt af býlunum i Skógsplássinu i Ná-
hlíð í Miðdölum. Var ekki annað heimilisfólk hans en
stúlka, sem Ósk hét, og var talin ráðskona hans, og
svo fóstursonur hans, unglingspiltur, Egill að nafni.
Ekki var Hallur efnamaður, en pó varðist hann
sveit, enda lék sá orðrómur á, að hann væri nokkuð
svo fingralangur og fengsamur um smámuni; má pað
vel hafa verið uppspuni einn, pví að víst er pað,
að aldrei var hann kærður um hnupl eða óráð-
vendni, og ekki veit eg til, að nokkur maður hefði
imugust á honum, en hitt var títt, að menn hentu
gaman að einfeldni hans, framhleypni og ljótum
munnsöfnuði. Man eg t. d., að síra Eirikur Kúld,
móðurbróðir minn, sem var maður gamansamur,
kom aldrei svo að Kvennabrekku, að ekki tæki hann
(94)