Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Síða 108
þeirra hjóna og hvar þau liefðu dvalizt, siðan þau
komu síðast.
Sagði Pétur, að þau hefðu verið hér og þar undir
jökli, en ættu nú heima í Eyrarsveit; væru þar i
þurrabúð við Bryggjuna. Afkoman væri nú svo, að
þau hefðu til hnífs og skeiðar, meðan þau gætu unn-
ið og eitthvað fengist úr sjónum, og annars og meira
krefðust þau ekki.
Eftir þetta liðu mörg ár, þangað til eg sá Pétur
gamla, en það var haustið 1884. Eg var þá nýgift og
tlutt til ísafjarðar. Pá var það eitt sinn, að mér er
sagt, að maður vilji hafa tal af mér.
Eg geng fram og kenndi þegar manninn, að það
var Pétur. Spurði eg, hvað bonum væri á höndum.
»Ja, það er nú svona«, þetta var orðtak hans, »frú
min góð, að eg veit, að þér eruð nýflutt hingað, og
þekkið máski fáa, og ætlaði eg að lata yður vita, að
eg er fús á að gera fyrir yður handarvik, ef þér þurfið
með«. Eg þakkaði honum fyrir og sagði, að mér þætti
gott að eiga von á aðstoð hans, ef eg þyrfti við. Varð
og sú raun á, að eg katlaði fremur til hans en ann-
arra um snúninga, meðan hans naut'við. Pað var svo
handhægt að grípa til hans. Aldrei átti Pétur svo
annrikt, að hann teldi eftir að hlaupa spor eða vinna
verk, sem aðrir þóttust of fínir lil að gera, og þó átti
hann sinn metnað. T. d. kom það eitt sinn fyrir, með-
an maðurinn minn var sýslumaður í ísafjarðarsýslu,
að piltur innan við lögaldur hafði hnuplað einhverju
og átti, að dómi laganna, að fá það, sem kallað mun
föðurleg hirting. Eg man, að manninum minurn þótti
illt að þurfa að fullnægja þessu lagaákvæði, en hér
var ekkert undanfæri, og fór hann nú á stúfana við Pétur
gamla, hvort hann vildi ekki hjálpa sér með að fram-
kvæma þessa málamyndarefsingu.
»Ja, það er nú svona, sýsiumaður góður, að það
situr ekki á mér, að neila að vinna verk, sem eg fæ
aura fyrir, og þetta er í rauninni ekkert óheiðarleg
(104)