Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 109
vinna, og mætii mér pví standa á sama, þó að eg.
gerði þetta fyrir yður, en eg á bðrn, og ekki að viía,
hvernig þau litu á málið, og vona eg, að þér mis-
virðið ekki, þó að eg geti ekki orðiö við bón yðar«.
f ar með var mál þetta útrælt i milli þeirra, og vissi
eg til, að maðurinn minn mat Pétur gamla meir eftir
en áður.
Pó illt sé til frásagnar, þá verð eg að kannast við,
að enn í dag er mér ókunnugt um, hvers son Pétur
var. Á ísafirði var hann tíðast kallaður »Pétur gamli«.
Ekki veit eg heldur, hvar hann hefir öölazt auknafnið
»landshornasirkill«; þó tel eg líklegasi, að hann hafi
fengið það á fsafirði; það mátti heita, að uppnefni
og nafnagiptir lægju í landi þar vestra, um og fyrir
aldamótin, hvernig sem það er nú.
Auövitað var nafnið dregið af því, hve víða Pétur
hafði flækzt; hafði hann nálega dvalizt um langa og
skamma tíma í öllum sýslum landsins, nema Skafta-
fellssýslum; þangað hafði hann aldrei komið, en eftir
að hann kom til ísafjarðar, hélt hann kyrru fyrir,
það sem eftir var æfinnar.
Guðrúnu konu sína missti Pétur kringum 1890.
Harmaði hann hana mjög, enda hafði hún verið
dyggur förunautur hans á öllum flækingi þeirra, en
hann undi illa einlífinu og tók nokkuru eftir lát henn-
ar saman við roskna konu, sem hét Ingibjörg; bjuggu
þau saman, meðan bæði lifðu, en heyra mátti þaö á
tilsvörum Péturs, að hlýrri og hugþekkari hefði Guð-
rún verið sér; þótti lionum Ingibjörg nokkuð stygg-
lynd; man eg, að hann sagði eitt sinn við mig, er eg
innti hann eftir glasi, sem hann var vanur að fá i
mjólk hjá mér:
»Ja, það er'nú svona, frú mín góð, að þótt golt sé
veðrið úti, þá er það ekki allt af eins gott inni hjá
Ingibjörgu, og eg fékk nú ekki glasið í morgun«.
Pétur lifði fram undir síðustu aldamot. Urðu þau
afdrif hans, að hann varð bráðkvaddur, fannst ör-
(105)