Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2004
Fréttir DV
Með rjúpnafið-
ur í skottinu
Lögreglan á Blönduósi
stöðvaði jepiþabifreið um
síðustu helgi eftir ábend-
ingar um að þar væru á
ferðinni rjúpnaskyttur að
ná sér í jólasteik. I farang-
ursgeymslu jeppans fund-
ust pakkningar af rjúpna-
skotum, rjúpnafiður en
hvorki rjúpur né skotvopn.
Talið er að mennirnir hafi
verið varaðir við ferðum
lögreglu og náð að losa sig
við ólöglegan feng sinn.
Ströng viðurlög eru við
veiðiþjófnaði og mega
menn búast við því að
missa skotvopnaleyfi sitt til
frambúðar brjóti þeir
bannið.
Kristinn hættir
Kristinn Björnsson
stjórnarformaður Straums
fjárfestingabanka ætlar ekki
að taka þátt í störfum
stjórnar Straums frá og
með deginum í gær. Krist-
inn var forstjóri Skeljungs á
þeim tfma sem fyrirtækið
og önnur olíufélög gerðust
sek um ólögmætt samráð.
Hann segir ástæðuna fyrir
því að hann dregur sig úr
stjórn Straums vera opin-
bera umræðu um „meint
samráð olíufélag-
anna“. Varamaður
tekur sæti í stjórninni
en Magnús Kristins-
son verður
stjórnarfor-
maður. Fjölskylda
Kristins á 12 prós-
enta hlut í Straumi.
Áframhaldandi
kennaraverkfall
Sigurjón Þórðarson, alþingis-
maður Frjálslynda flokksins.
„Þetta kemur mér ekki á óvart
miðað við hvernig þessi miðl-
unartillaga var. Ég held að
menntamálaráðherra og for-
sætisráðherra vantijarðsam-
band. Þessi miðlunartillaga er
meingölluð og furðulegt að
hún skuli hafa verið lögð
fram."
Hann segir / Hún segir
„Mér finnst þetta skelfilegt. En
alveg nauðsynlegt að bæta
kjör kennara. Menntun barna
okkar er undirstaða alls efviö
ætlum að byggja velferðar-
þjóðfélag. Þaö er ekki hægt aö
koma svona fram við börnin.
Að taka afþeim þennan rétt
til náms. Kjör kennara verður
að bæta."
Samtökin Blátt áfram fullyrða í auglýsingum að börn í nær öllum fjölskyldum séu
beitt kynferðislegu ofbeldi. Svava Björnsdóttir hjá samtökunum segir nauðsynlegt
að taka sterkt til orða til að vekja fólk til umhugsunar. Eygló Guðmundsdóttir sál-
fræðingur segir marga unga karlmenn óörugga varðandi snertingu við börnin sín.
íslenskir feönr þora ekki
í kaö með börnuni sínum
„Við vitum að ein af hverjum fimm stúlkum og einn af hverjum tíu
drengjum verða fyrir þessu," segir Svava Bjömsdóttir. Svava byggir
fullyrðingar sínar um kynferðisofbeldi gegn bömum á könnun sem
Hrefna Ólafsdóttir félagsfræðingur gerði. Svava og systir hennar
Sigríður urðu báðar fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku.
Svava og Sigríður Bjömsdætur
ákváðu að nýta sína erflðu reynslu til
góðs. Þær stofnuðu samtökin Blátt
áfram í þeim tilgangi að forða bömum
írá að lenda í því sama og þær.
Um þessar mundir dreifa samtökin
Blátt áfram bæklingi inn á hvert heim-
ili í landinu.
„Markmiðið er að opna augu fólks
fyrir þessu málefhi," segir Svava
verkefhastjóri. Verkefnið Blátt áffam
er forvamarverkefni innan Ung-
mennafélags íslands gegn kynferðis-
legu ofbeldi á bömum.
Ýkt fyrir málstaðinn
Athygli vekur fullyrðing í auglýs-
ingu samtakanna þar sem sagt er að
kynferðislegt ofbeldi fyrirfinnist í nær
öllum fjölskyldum. „Ástæðan fyrir þvf
að við tökum svona sterkt til orða er
fyrst og fremst að við viljum að fólk
taki eftir þessu málefni," segir Svava
sem reiknar með að bæklingurinn
verði kom-
„Þetta er alveg út í
hött. Þetta setur alla
karlmenn undir
grun
segir það mMvægt að fólk brýni þessi
mál fyrir bömum sínum.
„Eg held að svona mál þurfi að
ræða oft og ítreka fyrir bömum að
segja frá svona málum sem kunna að
koma upp. Við eigum ekki að líða
svona ofbeldi. Ég er sannfærð um að ef
svona bæklingur hefði borist inn á
mitt heimili á sfnum tíma hefði ég
hringt í Neyðarlínuna eins og skot. Það
þarf að ræða þetta við börnin oft og
mörgum sinnum," segir Svava.
stór. Eygló segir þetta vandamál ansi
stórt í samfélaginu en ekki þannig að
það fyrirfinnist í næstum öllum fjöl-
skyldum. Mikilvægt sé að ræða þessi
mál af hógværð.
„Það má ekki ræða þetta of mikið
við bömin, þau geta einfaldlega orðið
hrædd og kvíðin," segir Eygló og varar
við öllum öfgum í þessum málum.
Umræða um þessi mál á síðustu árum
hafi gert það að verkum að ungir feður
em oft hræddir við hvemig þeir eigi að
nálgast börn sín.
„Karlmenn þora varla í bað með
bömum sínum lengur. Það má alls
ekki koma því inn hjá bömun-
um að öll snerting frá full-
orðnum sé varasöm. Við
viljum ekki svoleiðis
böm út í samfélagið,"
segir Eygló.
veggja heimilisins. Hann varar við
boðskap sem kennir bömum að gera
alla karla tortryggilega:
„Ég hef séð mál sem átti að höfða
gegn föður sem kyssú bömin sín á
munninn þegar hann kvaddi þau. Svo
hefur líka komið upp mál þar sem
kona ætlaði að kæra bamsföður sinn
fyrir að strjúka rassinn á bami sínu.
Það er náttúrulega mjög slæmt þegar
heilbrigð snerúng er gerð grunsam-
lega með þessum hætú."
freyr@dv.is
Jón H.B. Snorrason starfar á Sviði 5 hjá Ríkislögreglustjóra. Svið 5 berst gegn
alþjóðlegum glæpasamtökum.
Mótorhjólaklúbbar ógna almannaheill
„Þetta var fullkomlega löglegt og
beinlínis skylda okkar að vísa þess-
um mönnum ffá," segir Jón H.B.
Snorrason, yfirmaður hjá efnahags-
brotadeild Ríkislögreglustjóra.
Hann starfar á Sviði 5. Sviði sem
berst meðal annars gegn alþjóðleg-
um glæpasamtökum.
„Það em fimm svið innan efna-
hagsbrotadeildarinnar. Þetta er bara
eitt af þeim," er það eina sem Jón vill
segja um deildina sem í daglegu tali
gengur undir nafninu S-5.
Margir þekkja leyniþjónustu
Breta sem heitir MI-6 en fjölmargar
bíómyndir og þættir eru byggðir á
þeirri starfsemi. Frægasti leyniþjón-
ustumaður allra tíma, James Bond,
starfaði til dæmis undir merkjum
MI-6. Svo hét leyniþjónusta keisar-
Beðið eftir Hog Riders Um tuttugu manns
frá Rfkislögreglustjóra og annað eins frá
Sýslumanninum á Keflavíkurfiugvelli stöðv-
uðu Hog Riders þegar þeir komu til landsins.
ans í Rússlandi deild 3 en hún var
lögð niður við byltinguna.
■ Síðasta aðgerð sem S-5 á íslandi
stóð fyrir var að stöðva komu mótor-
hjólaklúbbsins Hog Riders úl ís-
lands. Jón segir að það hafi verið
nauðsynleg aðgerð.
„Við byggðum aðgerðina á upp-
lýsingum frá lögreglunni á Norður-
löndum og í Þýskalandi. Okkur var
tjáð að þessi mótorhjólaklúbbur
væri viðriðinn skipulagða glæpa-
starfsemi og meinuðum þeim því
aðgang," segir Jón en mótorhjóla-
menn hafa lýst yfir undrun sinni á
því sem þeir kalla gróf mannrétt-
indabrot.
„Nei, það er í íslenskum lögum
að gæta eigi almannaheillar og
brottvísun þessara manna var í sam-
ræmi við það,“ segir Jón H.B.
Snorrason sem hefur í starfi sínu
sem saksóknari efnahagsbrotadeild-
ar Ríkislögreglustjóra stýrt rannsókn
allra meiriháttar fjársvika-, peninga-
þvætús-, mútuþægni- og skattsvika-
mála frá árinu
1997.
Þessi
fyrrverandi
rannsóknar-
lögreglumað-
ur er því starfi
sínu vaxinn hjá
hinu öfluga sviði
efnahags-
brotadeildar:
S-5.
simon@dv.is
Jón H.B. Snorrason sak-
sóknari Berstgegn alþjóð-
legum glæpasamtökum.