Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2004 Fréttir DV Jasir Arafat er sagður hlýr, skemmtilegur og höfðingi heim að sækja og bjóðijafnan upp á góögerðir. Staðfastur og þolinmóður í baráttu sinni og þjóð sinnar. Sagður mann- vinur sem hafi áhuga á fólki. Einn mesti leiðtogi síðari ára. Arafat á erfítt með að dreifa valdi. Hann þykir lé- legur tungumálamaður og vera helst til paranojaður. Þó að hann sé höfðingi heim að sækja er djúsinn hans sagður vondur. „Arafat er mjög merkilegur þjóðhöfðingi og einn merkasti stjórnmálamaður samtímans. Hann ergáfaður, tilfinn- ingarlkur og hlýr. Arafat er húmoristi og áhuga- samur um fólk. Meintir einræðistilburðir hafa verið gagnrýndir auk þess sem umbætur í stjórnkerfi hafa verið ónógarað margra mati." Þorvaldur FrlÖrlksson, fréttamaöur RÚV. „Við hjónin hittum hann íjúní 2002. Hann tók óskaplega hlý- lega ámóti okkur og svaraöi öllu sem við beindum til hans. Hann fylgdi okkur útog hélt þá I höndina á mér allan tlmann. Hann hefur öfluga sýn á markmiðiö um fullvalda rlki Palest- Inumanna. Gallarnir eru - svipað og meö aðra leiðtoga - þeir að hann hefur alltafátt erfitt með að deila verkefnum með sínum mönnum." Sveinn Runar Hauksson, formaOur Is- land Palestína. „Hann var afskaplega viðkunna- legur þegar ég hitti hann I fyrra. Hann bauð upp á djús og var all- ur hinn þægilegasti. Kostir hans eru hvað hann er alþýö- legur, hann var jú fár- veikur þegar við hittum hann en samt eyddi hann klukkustund með okkur. Gallarnir voru kannski þeir aö djúsinn var ódrekkandi og svo fannst mér hann full paranojaður á Islenskan mæli- kvarða, þó vel sé hægt að skilja afstöðu hans sitjandi I stofu- fangelsi Israela." Þorsteinn Otti Jónsson, hitti Arafat í Ramallah á Gaza-ströndinni fyrir ári. Mohammed Abdel RaoufArafat al Quad- wa al-Husseini fæddist 24.ágúst 1929. Ýms- ar útgáfur eru um fæðingarstað hans, opin- berlega taldi hann æskilegast aö vera fæddur I Jerúsalem, en aörar heimildir nefna Gaza. Flestir hallast aö þvi aö hann hafi raunar veriö fæddur I Kairó. Arafat nam verkfræöi viö Kalró-háskóla. Hefurleitt baráttu palestínsku þjóöarinnar fyrir sjálf- stæði og landi frá árinu 1974 er hann stofn- aöi frelsissamtök PLO. Forráðamenn Fornbílaklúbbsins gleðjast yfir áhuga islenskra auðmanna á fornbíl- um en hafa af þvi áhyggjur að þeir gangi ekki í Fornbílaklúbbinn. Jóhannes í Bón- us, Samson-hópurinn og Nóatúnserfingjarnir eru á kafi í fornbílum. kaupa fornbíla íslenskir auðmenn eru í auknum mæli að fá áhuga á fornbílum og hafa verið að fjárfesta á því sviði að undanförnu. Forráða- menn Fornbílaklúbbsins hafa hins vegar áhyggjur af því að auðmennirnir hafa ekki enn gengið í klúbbinn eða sýnt tilburði í þá átt. „Jóhannes í Bónus keypti DAS- bílinn af vinningshafanum í happ- drættinu. Ekki veit ég hvað hann gaf fyrir hann,“ segir Sævar Péturs- son, formaður Fornbílaklúbbsins. Vinningurinn sem um ræðir er Chevrolet Bel Air 1954, metinn á eina milljón í sæmilegu ásigkomu- lagi, að mati Sævars. Hinir ríku í fréttabréfi Fornbílaklúbbsins er fjallað um auðmennina og forn- bílana: „Á síðustu misserum hefur borið „Það þarfekki lengi að keyra fornbíl til að finna muninn á hon- um og öðrum nýrri." á því að íslenskir auðmenn úr við- skiptalífinu hafi keypt fornbíla. Nýjasta dæmið eru kaup Jóhannes- ar í Bónus á DAS-Chevrolettinum, en áður höfðu Nóatúnssystkinin keypt sér sitt hvorn fornbílinn. Heyrst hefur að hluti Samson- Samson-hópurinn Miklar sögur ganga um fjárfestingar þeirra félaga ífornbllum hérálandi. hópsins sé áhugasamur um forn- bíla og svona mætti eflaust lengi telja," segir í fréttabréfi Fornbíla- klúbbsins. Komið til okkar! Sævar Pétursson segist vilja fá allt þetta fólk í klúbbinn því þar eigi það heima. „Við höfum enn ekki þrýst á auðmennina en viljum ná til þeirra eins og allra annarra sem áhuga hafa á fornbílum. Það má minna á að eigendur fornbíla, 25 ára og eldri, greiða ekki bifreiða- gjöld og tryggingarnar eru lægri eigi þeir aðra bfla sem þeir nota dag- lega," segir formaður Fornbíla- klúbbsins. Sævar segist ekki vita hvernig bíla Nóatúnssystkinin keyptu en heldur að þar sé um að ræða Merc- ury 1954. „Um Samson-hópinn veit ég ekki, en ég hef heyrt ýmislegt áhugavert í því sambandi," segir hann. Formaður Fornbílaklúbbsins gerðist, sem kunnugt er, upp for- setabíl Sveins Björnssonar sem er í eigu Þjóðminjasafnsins en deilur hafa staðið um hver eigi að bera kostnaðinn af þeirri viðgerð sem var veruleg. Kveikt á peru „Áhuginn er mikill og alltaf að aukast," segir Jón Loftsson, stjórn- armaður í Fornbílaklúbbnum. Hann á Dodge Monako árgerð 1976. „Það þarf ekki lengi að keyra fornbíl til að finna muninn á hon- um og öðrum nýrri," segir hann. „Það er gott að auðmennirnir séu búnir að kveikja á perunni." Ekki náðist í Jóhannes í Bónus, Nóatúnssystkinin eða Samson- DAS-bfllinn Chevrolet Bel Air 1954.1eigu JóhannesarIBónus. hópinn í gær. Nóatún Erfingjar Nóatúnsveldisins hafa fengið áhuga á fornbílum. Styrktarfélag ekki Samhjálp í frétt DV í gær var greint frá því að gjaldkeri Samhjálpar dró sér fé úr sjóðum félagsins. Réttara er að segja gjaldkeri Styrktarfé- lags Samhjálpar. Jafn- framt var Vilhjálmur Svan sagður formaður Samhjálpar. Rétt er að Vilhjálmur er formaður Styrktarfélags Samhjálpar. „Þetta Styrktarfélag hefur ekkert með Samhjálp að gera eða rekstur þess utan að vera styrktaraðili félags- ins,“ segir Vörður Leví Traustason, forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins, sem á Samhjálp. ísland er land þitt eftir Magnús Þór Sigmundsson Þingmenn vilja nýjan þjóðsöng „Þeir mega hirða það sem þá langar í þessir þingmenn. Ég veit ekki hvernig reglurnar eru en burt- séð ffá sjálfum mér þá finnst mér að sá maður sem semur þjóðsöng eigi að vera settur á laun hjá ríkinu," seg- ir Magnús Þór Sigmundsson, tón- listarmaður og höfundur lagsins ís- land er land þitt.Þingmennirnir Sig- ríður Ingvarsdóttir og Hilmar Gunn- laugsson hafa lagt fram þingsálykt- unartUlögu um nýjan þjóðsöng. Sá gamli virki ekki og sé jafnvel of há- tíðlegur til að nýtast sem skyldi á íþróttamótum. Auk lags Magnúsar Þórs nefna þingmennirnir til sögunnar ísland ögrum skorið eftir Eggert Ólafsson Sigríður Ingvarsdóttir Frá Olis á Alþingi. og Sigvalda Kaldalóns og til vara Sjá dagar koma, Öxar við ána og reynd- ar fleiri. í greinagerð með þingsályktun- artillögunni segir: „Ó, guð vors lands, er mörgum svo erfíður til söngs að afar hæpið er Hilmar Gunnlaugsson Fasteignasali og varaþingmaður. að hann geti að öllu leyti þjónað hlutverki sínu.„ Og síðar í greina- gerðinni: „Ánægjulegt er að finna hvað ættjarðarljóð eiga sterkan hljómgrunn hjá þjóðinni, jafnt ung- um sem öldnum. Staðfesting fékkst á þyí nýlega þegar fram kom á sjón- Magnús Þór Sigmundsson Villkomastá föst laun hjá rikinu verði lag hans gert aö þjóðsöng. arsviðið gullfallegt lag og ljóð sem lætur engan ósnortinn: fsland er land þitt, því aldrei skal gleyma.“ Þingmennirnir Sigríður Ingvars- dóttir og Hilmar Gunnlaugsson, sem breyta vilja þjóðsöngnum, sitja bæði á þingi fýrir Sjálfstæðisflokkinn. Áður en Sigríður settist á þing starf- aði hún hjá markaðsdeild Oh's en Hilmar er lögfræðingur og hefur starfað sem fasteignasali á EgUs- stöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.