Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Síða 11
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2004 17
lláraímál
gegn mömmu
11 ára strákur í
Kína fór í mál við
móður sína þegar
hún hélt ekki loforð
sitt um að gefa
honum tölvu ef
hann stæði sig vel í
skólanum. Móðirin
sagði syni sínum
að efhannfengi
yfir 94% skor í meðaleink-
unn myndi hún kaupa tölvu.
Hún átti víst ekki von á svo
góðum árangri, en strákur-
inn náði 97% skori. Hún
tjáði þá syni sínum að hún
hefði ekki efni á tölvunni.
Málið kom upp í bænum
Xingzheng í Henan-héraði
og urðu lyktir málsins þær
að dómarinn fékk strákinn
til að sættast við móður sína
og draga málið til baka.
Rifinn kjóll
frá Charlotte
Einn kaupenda á
góðgerðauppboði
krafðist þess að fá
endurgreitt eftir að
hafa boðið í og keypt
kjól sem söngkonan
Charlotte Church gaf
á uppboðið. Konan
borgaði 100 pund
fyrir kjólinn, en þegar hún
heim kom sá hún að kjólinn
var óþveginn, rifinn og
rennilásinn bUaður. Upp-
boðið var tíl styrktar krabba-
meinsrannsóknum í Wales
og ákváðu aðstandendur
þess að endurgreiða kjólinn.
Þeir eru annars hrifnir af
Church og segja hana ætíð
tUbúna að gefa föt sín til
góðgerðarmála.
Þorpsbúar
steinsofa við
lögreglustöð
AUir íbúar þorps í Ind-
landi hafa sofið fyrir utan
lögreglustöð undanfarin
fjögur ár til að verjast
ágangi þjófa og bófa. Á
hverju kvöldi fara íbúarnir í
þorpinu Kaliabaab í Mad-
hya Pradesh-héraði með
tjöld sín að lögreglustöðinni
sem liggur í nokkurra kUó-
metra fjarlægð ffá þorpinu.
Þar eyða þeir nóttunum
með peninga sína, eigur og
nautgripi. Einn þorpsbúa,
Noora Singh, segir að þetta
sé eina leiðin til að halda
eigum þeirra og nautgripum
frá þjóftim. Fyrir fjórum
árum lenti þorpið í glæpa-
öldu þar sem brotist var inn
í hýbýli íhúanna á hverri
nóttu. Þjófarnir náðust
aldrei þrátt fýrir ítrekaðar
kvartanir frá íbúunum.
Loka þessar nefndir inni aftur
Nú er kennaraverkfallið skollið
á aftur og menn virðast ætla að
viðhafa sömu vinnubrögðin á ný.
Þetta gengur ekki. Það á að loka
þessa menn inni og svipta þá
frelsinu þar til þeir koma út og
Óli Ómar Ólafsson
Veltir fyrir sérhvort
Ásmundur sé starfínu
vaxinn.
Leigubílstjórinn segir
verða búnir að semja. Og að kenn-
ararnir skyldu fagna svona ógur-
lega að komast aftur í verkfall.
Manni féllust hendur. Hvernig gat
þetta fólk leyft sér að hrópa og
kalla yfir því að þetta skyldi fara
svona. Eru ekki aliir steinhissa á
þessu? Ég hef áhyggjur af því að
þetta menntaða fólk sé ekki fært
um að kenna börnunum okkar
þegar það lætur svona. Að fagna
verkfalli!
Ég held að það hijóti að vakna
spurningar um hvort Ásmundur
ríkissáttasemjari sé starfi sfnu
vaxinn. Hann kemur fram með
miðlunartillögu sem enginn getur
samþykkt. Ég veit ekki hvort þetta
er Atkins-kúrinn hjá honum.
Hann ætti kannski að vera á græn-
metiskúrnum eins og ég.
Og hvað eru ráðherrarnir að
gera? Mér sýnist á öllu eins og það
sé búið að leggja forsætisráðu-
neytið niður eftir að Dóri kom
þangað inn. Þorgerður mennta-
málaráðherra hefur ekki heldur
staðið undir væntingum mínum.
Nei, þetta er hið versta mál.
Það verður að taka þessar samn-
inganefndir fyrir og láta þær tala
saman strax. Það þýðir ekkert að
bíða fram á miðvikudag. Tíminn
líður og ekkert gerist. Það er alveg
skelfilegt, fyrir utan að vera lög-
brot. Þetta er ein sorgarsaga.
Börkur Birgisson, sem réöst á mann með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafn-
arfirði, segist hafa verið óttasleginn og lagt til mannsins í sjálfsvörn. Fjöldi vitna
mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness í gær. Dómarinn ávítaði Börk fyrir að trufla
vitnin með ögrandi framkomu á meðan þau sögðu sögu sína.
wtni hræddust stiipidi
augnaráfi axarmannsins
skref upp á næstu hæð vitandi að
hann ætti á hættu að verða stútað.
Árás með bjúghamri
Börkur sagði að þegar á efri hæð-
ina var komið hafi hann lent í rysking-
um. Karl Ingi hafi verið vopnaður öxi,
eða bjúghamri, eins og dómarinn kall-
aði vopnið. Sjálfur hafi hann verið
vopnalaus en við öllu búinn.
„Mér tókst að ná vopninu af hon-
um og varði mig," sagði Börkur og
lýsti aðstæðunum sem hræðilegum;
hann hafi verið gersamlega viti sínu
fjær af ótta og reynt að verja sig. Eftir
árásina hafi hann hent öxinni í Karl og
hlaupið út.
Aðspurður hvort hann hafi ekki átt-
að sig á alvarleika þess að berja Karl
Inga með öxinni sagði Börkur: „Ég
gerði mér bara grein fýrir þessu eftir
á.“
Truflaði vitni í dómsal
Fjöldi vitna kom fyrir dóminn í
gær. Auk axarárásarinn er er Börkur
ákærður fyrir sex likamsárásir. I réttin-
um í gær gerði dómarinn ítrekað at-
hugasemdir við hegðun Barkar í rétt-
inum. Sagði hann tmfla vitni með
stingandi augnaráði og hlátrasköllum.
Eitt vitni þorði ekki að mæta fyrir
rétt í návist ákærða og var gert hlé á
réttarhöldunum til að ráða fram úr
þeim vanda. Börkur var beðinn um að
víkja úr salnum en því neitaði hann
með orðunum:
„Ef maðurinn þorir ekki að segja
sannleikan meðan ég er í salnum þá
er hann að ljúga.“ simon@dv.is
„Ég var lamaður af ótta,“ sagði Börkur Birgisson fyrir Héraðs-
dðmi Reykjaness í gær. Börkur er ákærður fyrir að hafa ráðist að
manni með öxi á veitingastaðnum A Hansen í Hafnarfírði. Aðal-
meðferð í máli hans hófst í gær og voru salir héraðsdóms
þéttsetinn af vitnum sem biðu eftir því að segja sögu sína.
Það var að kvöldi 1. september í
haust sem Börkur réðst á Karl Inga
Þorleifsson og hjó í hann með öxi á
veitingastaðnumA. Hansen.
Fyrir dómnum í gær sagðist Börk-
ur hafa framið ódæðið í sjálfsvöm.
Karl Ingi og fé-
lagar
hans
„Efmaðurinn þorir ekki
að segja sannleikan
meðan ég er í salnum
þá er hann að Ijúga."
hafi ráðist á hann fyrr um kvöldið og
hann óttaðist því um líf sitt.
„Ég var skíthræddur. Panikaði,"
sagði Börkur varðandi umrætt kvöld.
Börkur Birgisson
Myndin var tekin við
þingfestingu máisins.
Enginn heigull
Börkur sagðist hafa komið inn á A.
Hansen í fylgd unnustu sinnar og hitt
félaga Karls Inga á neðri hæðinni. Sá
hafi varað hann við að fara upp. Sagt
að honum yrði „stútað."
Unnusta Barkar ákvað að hætta sér
ekki upp á efri hæðina þar sem Karl
Ingi og félagar hans biðu eftir Berki.
Sjálfur afréð Börkur að mæta örlögum
sínum.
„Ég vildi ekki láta þá halda að ég
væri huglaus," sagði Börkur um
ástæðu þess að hann steig hin þungu
Stund milli strioa Hlé vargertá
réttarhöidunum þegar vitni neitaði
að mæta efBörkur væri salnum. Börk-
ur brá sér þá út og fékk sér smók.
Flores-konan ekki af sérstakri mannategund?
Parið Tommy og Leona fyrir rétt
Drykkjubann
eftir slagsmál
Lögreglan í bænum
Meekatharra í vestur-
hluta Ástralíu setti á
tímabundið drykkjubann
á bæinn eftir að hóp-
slagsmál brutust þar út
með þátttöku um 300
manna. „Þetta vom erjur
á milli fjölskyldna þar
sem ýmislegt úr fortíð-
inni kom upp á yfirborð-
ið,“ segir talsmaður lög-
reglunnar í bænum.
„Aðrir fjölskyldumeðlim-
ur komu síðan frá öðrum
bæjum og á endanum fór
allt úr böndunum." Til að
róa bæjarbúa var
drykkjubann sett á en
það stóð ekki lengi, allir
lofuðu bót og betrun og
fengu þá að drekka á ný.
Bara vanskapaður
Homo Sapiens
Ekki em allir sáttir við
þá niðurstöðu vísinda-
manna að leifar af áður
óþekktri mannategund
hafi fundist á indónesísku
eyjunni Flores.
Um er að ræða dverg-
vaxna tegund, aðeins
metra á hæð. Var ítarlega
sagt frá hinni nýju tegund f
Helgarblaði DV á laugar-
daginn.
Nú hefur Teuku Jacob,
steingervingafræðingur við
háskóla í Indónesíu, birt
yfirlýsingu þar sem hann
heldur því fram að „litla
frúin frá Flores" sé af teg-
undinni homo sapiens og
ástæðan fyrir smæð heila
hennar sé einfaldlega van-
sköpun.
Á myndinni sést haus-
kúpa Flores-konunnar í
samanburði við hauskúpu
nútímamanns.
Eftir sem áður virðast
flestir vísindamenn þó
sannfærðir um að „lkla frú-
in" sé af annrri tegund en
homo sapiens.
Sama tegundin? Indónesískur
visindamaður segir dvergvöxnu
konuna frá Flores ekki aðra
mannategundm, hún sé aðeins
vanskapaður Homo Sapiens.
Borga ekki sektfyrir
samfarir á tónleikum
Parið Tommy Ell-
ingsen og Leona Jen-
sen eiga að mæta
fyrir rétti í dag þar
sem þau hafa ekki
borgað sekt sem þau
fengu fýrir að hafa
samfarir á sviðinu á
tónleikum þunga-
rokksveitarinnar
Cumshot fyrir framan
3 þúsund áheyrendur. Samfarir
þeirra voru í þágu baráttunnar fyrir
vemdun regnskóga heimsins.
Tónleikamir vom haldnir í Noregi
í sumar og fengu þau hvort um sig 10
þúsund norskar kxónur, um 107 þús-
und íslenskar, í sekt fýrir samfarirnar.
Auk þess fengu meðlimir Cumshot
einnig 10 þúsund
króna sekt hver um
sig. Þrír af fimm með-
limum hljómsveitar-
innar hafa ekki borg-
að sektina og eiga því
einnig að mæta fýrir
dómara.
Það fylgir sögunni
að Leona mun hafa fengið
góða fullnægingu á sviðinu
en þessi uppákoma er ein sú umtal-
aðasta í Noregi í seinni tíð. Tommy
segir að þau taki þetta réttarhald ekki
alvarlega. Hann neitar því ekki að
hugsanlega muni þau gera eitthvað
sérstakt í réttarsalnum. Það verður að
sjálfsögðu einnig í þágu regnskóg-
anna.