Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Page 18
J 8 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2004
Sport DV
Söfnuðu
sjálfar
!
flokki kvenna I
Stúlkumar í 4
hjá Tindastóli voru svo sannarlega |
ákveðnar í að mæta og styðja A
landslið kvenna gegn Norðmönn-
um í umspiiinu um sæti í loka-1
keppni EM, en leikur fer fram í
Egilshöllinni klukkan 17.00 í
dag. Stelpumar hafa sjálfar safn-'
”\ að fyrir rútunni til Reykjavíkur
með því að halda
kökubasar fyrir
Sauðárkróksbúa og
það munu allir leik-
> menn flokksins
nema ein koma
" _ suður til þess
m
m.-'
\
að horfa á leik-
' inn. Einnig
_ má búast við
góðri aðsókn af
höfúðborgarsvæðínu
og fróðlegt að sjá
hvort önnur féiög taki
sér stelpumar í
Tindastóli til fyrir-
myndar. Aðsóknar-
metið á kvennalandsleik hér á
landi er 2974 manns sem mættu á
leik gegn Englandi fyrir tveimur
ámm þegar kvennalandsliðið spil-
aði í umspili fyrir HM 2003.
í sama liði
Aðalmarkverðir kvennalands-
liða íslands og Noregs, Bente
Nordby og Þóra Helgadóttir, ieika
báðar með liði Kolbom í Noregi.
Bente Nordby, sem leikið hefur
134 landsieiki f\TÍr Noreg, hefur
verið aðalmarkvörður félagsins,
en Þóra Helgadóttir hefur gert
harða atlögu að sæti í byijunar-
Uðinu. Þóra hefur ieikið 35 íands-
leiki og er sjö árum yngri en
Nordby. Fjórir aðrir leikmenn úr
norska Uðinu spiia einnig með
Kolbom en Katrfn Jónsdóttir þekk-
ir einnig vel tii Uðsins því hún spil-
aði þar í nokkm ár. Nordby er leik-
reyndasti leikmaðux norska Uðsins
en Unni Lehn hjá Trondheims-
öm hefur einnig náð að spila 100
leiki.
Olga leikur
50. leikiim
Olga Færseth verður í dag
þriðja íslenska iandsUðskonan til
þess að leiki fimmtíu landsieiki
fyrir A-landsUð ísland. Olga lék
sinn fyrsta landsleik árið 1994 en
aðeins Ásthildur Helgadóttir (57)
og Margrét Ölafsdóttir (51) hafa
leikið fleiri landsleiki.Álaugardag-
inn bætast síðan þær Erla Hend-
riksdóttir og Katrín Jónsdóttir í
hópinn en þær koma báðar til
með að leika sinn 49. landsleik í
dag. Olga er einnig markahæst í
liðinu með 14 mörk en Margrét
Lára Viðarsdóttir hefúr skorað 10
mörk í sfnum 12 landsleikjum.
„Maður er búinn að vera í þessu f
mörg ár og það hlaut að koma að
50. leiknum og það er ekki verra að
það sé svo mikilvægur leikur. Ég
býst nú við að við spilum bara
okkar hefbundna ieik með mig
eina frammi og
að kantamir
verði báðir
duglegir að
íTrw/< % sækja
p "V , m meö
mér.
F, í Þetta er
* álífog
dauða, tve-
'flBP ir íeikir á
þremur dög-
um, það Uð
sem hefúr betur
kemst áfram.
Þetta er ekki flókið
dæmi og við verðum
bara að vinna saman-
lagt," sagði Olga Fær-
seth sem er bæði leikja-
hæst og markahæst f ís-
lenska hópnum.
Klára í slaqinn Helena Ólafsdóttir,
íslenska kvennalandsliöiö hefur aldrei áöur leikið landsleiki í nóvember en liðið
hefur heldur aldrei komist inn á stórmót. Tveir leikir viö Noreg eru nú þaö eina
sem stendur í vegi fyrir því aö íslenskt knattspyrnulandslið, karla eða kvenna,
komist í fyrsta sinn inn á stórmót.
íslenska kvennalandsliðið er í eldlínunni í Egilshöllinni í dag
þegar liðið leikur fyrri leik sinn gegn Noregi í umspili um sæti á
Evrópumótinu í Englandi næsta sumar. Næstu fjórir dagar ráða
öllu um hvort kvennalandsliðið nær sögulegum áfanga en þetta
er í þriðja sinn sem íslenska liðið kemst svo langt og liðið á enn
eftir að vinna leik í umspili.
Landsliðsárið byrjaði einnig í Eg-
ilshölUnni þegar 5-1 sigur vannst á
Skotum í afdrifaríkum æfingalands-
leik en fyrirliðinn og landsleikjamet-
hafinn Ásthildur Helgadóttir sleit
krossbönd í leiknum og hefur ekkert
spilað síðan. íslensku stelpurnar
unnu síðan 5-0 sigur á Ungverjum í
Ungverjalandi í undankeppninni í
lok maí og tryggðu sér sæti í umspil-
inu þótt enn væru tveir leikir eftir,
heimaleikir gegn Frökkum og Rúss-
um. íslensku stelpurnar náðu hins
vegar ekki að tryggja sér annað sæt-
ið því þær töpuðu báðum þessum
leikjum og fá því afar sterka mót-
herja í umspilinu því Noregur hefur
verið með eitt sterkasta knatt-
spyrnulandslið heims undanfarin
áratug. Helena Ólafsdóttir, lands-
liðsþjálfari, er bæði bjartsýn og
raunsæ.
Frábært lið í fremstu röð
„Þetta er frábært lið sem er búið
að vera í fremstu röð til margra ára
og þetta eru því engir aukvisar sem
við fáum í heimsókn. Það er samt
alltaf hægt að finna einhverja veik-
leika hjá liðum og við erum búin að
vera að kíkja á spólur með þeim og
reynum að nýta okkur það sem við
teljum vera veikleika þeirra. Fyrst og
fremst þurfum við samt að ná upp
sjálfstrausti í okkar lið og stelpumar
þurfa að þora að framkvæma hluti á
móti svona liði. Við þurfum því aðal-
lega að hugsa um okkur sjálfar og
hvemig við mætum í þennan leik,“
sagði Helena Ólafsdóttir, landsliðs-
þjálfari kvenna í knattspyrnu.
Geta verið tólfti maðurinn
„Það er pottþétt að áhorfendur
gætu orðið okkar tólfti maður og ég
vona fólk vilji koma og sjá svona
toppleik því það er mjög gaman fyr-
ir okkur að fá svona sterkt lið eins
Noreg hingað til lands," segir
Helena sem varð að sjá á eftir öðm
sætinu í riðlinum á lokasprettinum.
Tveir síðustu leikirnir töpuðust og
því fékk liðið mun sterkari mótherja
í umspilinu.
„Við vomm líklega með spennu-
stigið of hátt í þessum hausdeikjum
gegn Frökkum og Rússum, í þessum
leikjum sem skiptu máli. Síðan fór-
um við til Bandaríkjanna og mér
fannst sú ferð nýtast okkur vel og nú
tel ég mikilvægt fyrir okkur að
byggja ofan á það dæmi og vona að
stelpurnar séu klárar í þetta verk-
efrii. Það er bara þessir leikur og
stelpurnar gera sér alveg grein fyrir
því,“ segir Helena sem ætlar að
byggja aftur á sömu hlutum.
Breytum engu
„Við breytum engu í okkar
leikstíl, spilum varnarsinnað og
höldum okkar striki. Við erum að
vinna og þróa leik liðsins. Við emm
búin að spila fullt af leikjum á þessu
ári sem er mjög gott og því hefur
undirbúningur okkar verið góður.
Þær sitja eftir riðlinum á eins lidum
mun og hægt er og í rauninni fannst
mér þær alveg geta komist áfram
eins og Danir. Þær eiga margar mjög
frambærilegar fótboltakonur og þótt
að liðið sé að fara í gegnum ákveðna
endurnýjun þá er leikreyndastí leik-
maður liðsins komin með 134 leiki
en efstí hjá okkur er að skríða í 50
leiki," segir Helna sem er samt
bjartsýn.
„Það er ekkert ómögulegt í fót-
bolta, við emm að spila tvo leiki í röð
á stuttum tíma. Heimavöllurinn
verður að nýtast okkur betur en
hann hefur gert undanfarið og fari
svo að við náum hér fínum úrslitum
þá er allt opið. Þetta er spurning um
að halda einbeitíngu í 90 mínútur og
jafnvel 95 mínútur og það ræður
öUu," sagði Helena að lokum.
ooj@dv.is
„Fyrst og fremst þurf-
um við samt að ná
upp sjálfstrausti í
okkar lið og stelpurn-
ar þurfa að þora að
framkvæma hluti á
móti svona liði. Við
þurfum því aðallega
að hugsa um okkur
sjálfar og hvernig við
mætum í þennan
leik."
Erla Hendriksdóttir fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins
Þessi leikur í dag skiptir öllu máli
Erla Hendriksdóttir, fyrirliði
ísienska kvennalandsliðsins er enn
að spila á fullu í dönsku deildinni en
flestar í íslenska liðinu hafa ekki
spilað marga leiki frá því í septem-
ber. „Það er kannski ekkert skrítið
fyrir mig að fara að spila á þessum
tíma því ég er ennþá á fúllu með
mínu liði úti. Það er samt vissulega
öðmvísi að fara að spila landsleik í
nóvember og það að koma hingað
inn," sagði Erla Hendriksdóttir fyrir-
liði íslenska landsliðsins.
„Þetta er mjög erfitt verkefni og
við vitum aUar hvað norska kvenna-
landsliðið hefur sýnt í gegnum tíð-
ina. Þær em búnar að vera með
heimsklassalið undanfarin ár og
þrátt fyrir að Danirnir séu með
hörkulið þá er það í rauninni skrítíð
að þær séu í þessu umspiii," segir
Erla.
„Við eigum að koma með sjálfs-
traust í þennan leik og ætía okkur að
vinna hann. Við fengum mjög mikið
sjálfstraust í liðið í Bandaríkjaferð-
inni, fengum trú á þetta aftur og ég
held að það komi til með að gefa
okkur mildð í þessum tveimur leikj-
um við Norðmenn. Þetta er ekki
spurning um hvort við hefðum
getað fengið léttari andstæðinga því
ef við ætíum að vera með á EM þá
verðum við að geta sýnt og sannað
okkur á móti liði eins og Noregi.
Þetta er lið þar sem allar ellefu
eru mjög góðar og við þurfum að
mæta þeim 100% alls staðar á vellin-
um. Þessi leikur í Egilshöllinni skipt-
ir öllu máli og það þýðir ekkert að
hugsa eitthvað lengra en það. Það er
stefnan að halda hreinu og skora eitt
til tvö mörk í þessum leik," sagði
Erla að lokum en hún spilar sinn 50.
landsleik í seinni leiknum sem fer
ffarn í Osló á laugardaginn.
ooj@dv.is
„Efvið ætlum að vera
með á EM þá verðum
við að geta sýnt og
sannað okkur á móti
liði eins og Noregi."
Fyriliðinn Erla Hendriksdóttir, fyrirliði
Islenska kvennalandsliðsins I knattspyrnu.