Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Síða 19
W Sport MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2004 19 Robson tekur vlðWBA Bryan Robson tekur við enska úrvalsdeUdarliðinu West Brom- wich Albion af Gary Megson og var þetta var tilkynnt í gær. Rob- son, sem var fádæma farsæll leik- maður, hóf stjóraferil sinn hjá MiddlesbroUgh en vax rekinn þaðan eftir misjafnt gengi árið 2001. Hann tók síðan við liði Bradford en var stutt þar og hafnaði síðan landsliðsþjálfara- stöðunni hjá Nígeríu fyrir ári. Robson þykir hafa margt til brunns að bera sem knattspyrnustjóri og Viv Anderson, sem var aðstoðarmaður Rob- sons hjá Middles- brough, hefur trú á því að hann eigi eftir að gera góða hluti hjá West Brom. „Hann hefur lært mikið hjá Middlesbrough og Bradford og það eina sem ég er hissa á er að hann skyldi þurfa að bíða svona lengi eftir toppstarfi," sagði Anderson. J r. Eggen styrir Rosenborg á nýjan leik Hinn litríki Nils Arne Eggen hefur tekið við stjóminni hjá norsku meisturunum Rosenborg á nýjan leik eftir tveggja ára hlé. Eggen, sem var áskrifandi að norska meistaratitlinum með Rosenborg og lagði grunninn að velgengni liðsins, er reyndar titlaður sem stuðningsþjálfari en í flestra augum leikiu enginn vafi á því hver stjómar raunverulega skútunni hjá Rosenborg. Eggen tektir við starfinu af Ola By Riise, sem var látinn fara eftir aðeins tvö ár þrátt fyrir að hafa skilað liðinu meistaratitli, þeim þrettánda í röð. Rune Bratseth, yfirmaður knattspymumála hjá Rosenborg, sagði að það væri frábært að fá mann eins og Eggen aftur til starfa og sagði að hann væri ekki nein skammtímalausn þrátt fyrir háan aldur. Keflavík og Snæfell mætast I gær var dregið í 32 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í karlciflokki og 16 liða úrslitum í kvennaflokki. Stórleikur umferðarinnar í karlaflokki er viðureign Keflavíkur og Snæfells en þessi lið léku til úrslita um fslandsmeistaratitilinn f fyrra. Aðrir leikir em Valur-Grindavík, KR b-Valur b, KR-Hamar/Selfoss, HHF-Ármann/Þróttur, Ljón- in-Dalvík, Leiknir-Breiðablik, Höttur-ÍA, Drangur-Haukar, Keflavík b-Stjaman, Reynir S.-Tindastóll, Þór Þ.-Fjölnir, Skallagrímur-ÍR, ÍS-Njarðvík, Þróttur V.-KFÍ og Breiðablik b-Þór Ak. Leikirnir fara fram helgina 27.-28. nóvember. Fjögur lið, Haukar, ÍS, Tindastóll og Laugdælir, sitja hjá í sextán liða úrslitum kvenna. Þar mætast Njarðvík-KR, Keflavík b-Keflavík, KFÍ-Breiðablik og Ármann- /Þróttur-Grindavík. Leikirnir fara ff am helgina 11.-12. desember. Vöfflur komu á marga golfspekinga vestanhafs þegar Vijay Singh sigraði sitt níunda mót á árinu fyrir skömmu. Má nú víða finna pistla og greinar um að þessi stórgóði árangur kappans sé eftir allt saman lítið til að hrópa húrra fyrir. Leiðinlegur og skapstirður Það afrek kylfingsins Vijay Singh að vinna yfir tíu milljón dollara á bandarísku mótaröðinni í golfi á þessu ári fýrir sigur sinn á níu mótum er frábær en alls ekki jafii einstætt og margir vilja vera látá. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir að engum hafi tekist að vinna jafiiháa upphæð hafa þrír aðrir kylfingar náð fleiri sigrum á einu ári en Singh hefur nú gert. Um er að ræða goðsagnimar Byron Nelson, Ben Hogan og Sam Snead sem sigmðu fleiri keppnir hér áður fyrr. Einhverj- um kann að þykja það ómerki- legur samanburður þar sem golfíþróttin þá og nú er tvennt ólíkt en þá er hægt er að fara til ársins 2000 þegar Tiger nokkur Woods sigraði alls níu mót það árið. Fræðingar em nokkuð sammála nm að sá árangur Woods sé mun betri en árangur Singhs nú og benda á að mörg þau mót sem Singh hefur unniö teljist ekki til þeirra erfiðari eða merkilegri á bandarísku móta- röðinni. Einnig vegur þungt að Woods vann öll þrjú stórmót ársins 2000 en Singh getur að- eins státað af einum slfkum titli. Það þarf kannski ekki að koma á óvart að víða megi nú fínna menn sem gera lítið úr þessum árangri Singhs. Fjöldi fjölmiðlamanna hefur gegnum tíðina beðið færis á kappanum þar sem hann hefur þótt geð- stiröur og leiðinlegur gagnvart blaðamönnum og ljósmyndur- um. Einnig eru kynþáttafordóm- ar ekki óþekktir á bandarfsku mótaröðinni og mörgum blösk- rar að þessi þeldökki kylfingur frá eyjaskika sem varla finnst á korti skuli eiga allan heiður skil- inn eftir að hafa spilað frábær- lega allt árið. Eitt besta dæmiö er úttekt Golf Digest, en sam- kvæmt þeim kemst Singh, með sfna níu sigra, ekki á lista yfir 20 merkilegustu sigrana í golfh- eiminum. Tiger Woods nælir sér hins vegar í þriðja sætið fyrir sína níu sigra um aldamótin. albert@dv.is Ásgeir sjöundi markahæstur Haukamaðurinn Ásgeir öm Hallgrímsson er sjöundi marka- hæsti leikmaður meistaradeild- arinnar í handbolta eftir leiki fimmtu umferöar um sfðustu helgi. Ásgeir Öm skoraði fimm mörk í sextán marka tapi Hauka gegn Kiel, 39-23, og hefur nú skorað 34 mörk í leikjunum fimm sem gera 5,8 mörk að meðaltali í leik. Ungverjinn Carlos Perez, sem leikur með Fotex Vezprem, er markahæstur með 48 mörk enhann gerði tíu mörk fyrir liðsitt um helg- ina. Bos- níumað lu unnn Mirsad Tendc, sem leikur með Ljubuska, hefur skorað 43 mörk og Slóveninn Siarhei Rudenka, sem leikur með Evrópumeisturum Celje Lasko. kemur síðan þriðji með 40 mörk. Ásgeir öm er marka- hæstur í riðli Haukanna en næsti maður er Svínn Jonas Larholm hjá Savehof með 30 mörk. Tilboði Gron- ingen hafnað Enska úrvalsdeildarliöið Arsenal hafiiaði í gær fyrsta til- boði hollenska liðsins Groningen f Ólaf Inga Skúlason. Ólafur Garð- arsson, umboðsmaður Ólafs Inga, staðfesti þetta í samtali við DV í gær og sagði að það væri þó já- kvætt að viðræður væm famar af stað. Ólafur sagði að David Dein, stjómarformaður Arsenal, væri mjög erfiður í samningaviðræð- um og það hefði ekki komið á óvart að Arsenal hefði hafiiað fyrsta tilboð- inu. „Ólafur Ingi ætlar að reyna að þrýstaá for- ráða- menn Arsenal enda er hálf fáránlegt af félaginu að haldaleik- mannisem fengi ekkertaö spila og væri ekki inni í framtíðar- áætlunum félagsins. „Ég hef trú á að félögin leysi þetta mál á endanum en það gerist ekki hratt." Forráðamenn skosku úrvalsdeildarinnar vilja ekki borga meiddum leikmönnum laun Leikmenn hóta verkfalli ef það verður raunin Forráðamenn félaga í skosku úrvalsdeildinni leita nú allra leiða til að lækka launakostnaðinn hjá sér en flest félögin eiga í miklum íjárhagserfiðleikum. Nýjasta útspil þeirra er að lækka laun þeirra leikmanna sem eru meiddir og hefur það vægast sagt fallið í grýttan jarðveg hjá skosku leikmannasamtökunum. „Það endar þannig að enginn vill spila í Skotlandi því að þetta eru reglur sem þekkjast hvergi á byggðu bóli," sagði Fraser Wishart, formaður samtakanna og bætti við að leikmenn væru ekki sáttir. „Að segja að menn væru reiðir er sennilega verið að gera lítið úr reiðinni. Við munum fara í verkfall ef þetta verður raunin,“ sagði Wishart sem sagði félögin þurfa að taka til í fjármálum sínum án þess að láta það eingöngu bitna á leikmönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.