Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Qupperneq 21
ISV Sport
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2004 21
Valsmeim
halda áfram
að semja
Það er völlur á Valsmönnum
en þeir semja við leikmenn líkt og
óðir væru þessa dagana Þeir hafa
fengið Guðmund Benediktsson,
Kjartan Sturluson og Atla Svein
Þórarinsson og nýjasta
viðbótinn í leikmanna-
hópnum er Steinþór
Gíslason sem lék með
Víkingi í sumar. Steinþór
er uppalinn Valsari og má
því segja að hann sé ^
kominn heim. Svo ,
hafa Valsmeim einnig ng-
gengið frá nýjum
samningum við
Hálfdán Gíslason, M
Bjama Ólaf
Eiríksson og
Benedikt Bóas
Hinriksson.
Hálfdán og Bjarni
sömdutil ^ v
tveggja ára en
Benedikt til þriggja ára.
Cassano tll
Real?
Reai Madrid hefur neitað því
að þeir séu að bjóða í Antonio
Cassano, leikmann Roma, en
segja það vel koma til greina
næsta sumar. Sterkur orðrómur
hefur verið í gangi um að þeir ætíi
að fá Cassano (janúar en Real
segist ekki ætía að gera neitt í
leikmannamálum fyrr en næsta
sumar. Cassano er án vafa faiur
fyrir rétt verð enda stendur hann í
hörðum deilum við þjálfara liðs-
ins, Gigi Del Neri, sem hefur sett
Cassano í frystinn í kjölfarið.
Gilardino fer
hvergi
Hinn stórefnilegi framherji
Parma, Alberto Gilardino, mun
klára tímabilið með Parma en
hann hefur sterklega verið orð-
aður við AC Milan upp á síðkastið
og töldu margir líklegt að hann
færi til Mílanó í janúar. Umboðs-
maður Gilardinos segist ekkert
hafa heyrt í Milan. Gilardino er 23
ára og einn eftirsóttasti leikmaður
ftah'u enda skoraði hann 23 mörk
fyrir Parma á síðustu leiktfð.
Santíni er
sauður
Tottenham Hotspur þarf ekki
að borga fyrrum þjálfara sfntnn,
Jacques Santini, krónu þar sem
hann hætti með liðið í 11. sæti
deildarinnar. Það var klausa í
samningi Santirús að hann fengi
ekkert borgað ef hann skyldi við
liðið í neðri hluta deildarinnar.
Þessari klausu gleymdi Santini
þegar hann sagði upp starfi sínu
og reynir hann af veikum mætti
að fá eitthvað fýrir sinn snúð
þessa dagana, þótt hann sé gott
sem búinn að skjóta sig í fótinn.
Margir spekingar telja þó að
Santini hafi alls ekki sagt upp
störfum heldur hafi hann verið
rekinn.
ekkiaðvið
höfum
W ekki
unnið
þennan
leik. Það
verður eitt-
hvaðaðbreyt-
ast hjá okkur.
Þetta gengur
ekki lengur og
við erum búnir
með afsakanir-
nar,“ sagði Saha.
íodafone
Þrátt fyrir her stórstjarna í framlínunni þá gengur ekkert hjá Man. Utd aö skora í
ensku úrvalsdeildinni. Þeir hafa aðeins skorað 11 mörk í fyrstu 12 leikjum deildar-
innar og eru þar að auki með lélegustu skotnýtingu deildarinnar.
Lélegasta séknia í 31 ár
Framherjar Fergusons hjá United kosta samtals tæpar 70
milljónir punda og einhver hefði haldið að slíkur mannskapur
væri með að lágmarki tvö mörk í leik. Þeir ná ekki einu sinni
marki í leik. Tölfræðin er sláandi. Sókn United í dag státar af
slakasta árangri félagsins í 31 ár en síðast þegar þeir skoruðu
svona fá mörk féll United úr efstu deild.
Aðalframherji liðsins, Ruud
Van Nistelrooy, kostaði 19
milljónir punda. Wayne
VI Rooney kom frá Everton um
daginn fyrir 30 inilljónir
punda. Alan Smith kostaði 7
milljónir er hann kom frá Leeds og
Ferguson greiddi Fulham tæpar 13
milljónir punda fyrir Louis Saha frá
Fulham.
Leiktíðina 1973-74 skoraði lið
United 10 mörk í fýrstu 12
leikjunum og féll úr efstu deild. Þá
voru í liðinu menn á
borð við George
Best, Lou Macari, ÍÉÉIfc^Éib
Brian Kidd og
Trevor Andersen.
George Best
ætti því að
vera síðasti
maðurinn
sem
hefur
efni
á að rífa kjaft en hann stendur í
miðju glerhúsinu og dregur hvergi
undan.
„Wayne Rooney er ekki að skila
sínu. Þegar menn eru keyptir á
slíkan pening eiga þeir að skila
meiru," sagði Best en United hefur
aðeins skorað einu marki meira en
botnlið Blackburn.
Ekki benda á mig
Einhverra hluta vegna hefur ekki
verið neinn afgangur af mörkum hjá
United í Meistaradeildinni, en þar
skoraði Nistelrooy fjögur mörk í
síðasta leik og Rooney þrennu í
sínum fyrsta leik. Lou Macari segir
að Ferguson eigi mikið verk fyrir
höndum.
„Það er engin spurning að hann
hefur fjóra af bestu ffamherjum
heims í sfnu liði og
það er erfitt að
skýra af hverju
peir skora ekki.
Eg held að það
sé
Leiktíðina 1973-74
skoraði lið United 10
mörk í fyrstu 12
leikjunum og féll úr
efstu deild.
rangt að benda á einstaklinga í
þessu sambandi. Það vita nefnilega
allir að liðið er ekki að spila vel
saman og það þurfa allir að taka sig
saman í andlitinu. Bæði
framherjarnir og mennirnir sem
eiga að skapa færi fyrir þá,“ sagði
Macari sem segir að liðið vanti
greinilega sjálfstraust.
„Þetta snýst allt um sjálfstraust
og það mun koma um leið og þeir ná
nokkrum sigurleikjumí röð. Ég efast
ekki um að þá mun allt smella
saman. Ég tel að enn sé tími fyrir
United að smella saman og gera
atlögu að titlinum. En þá verða
Chelsea og Arsenal að misstíga sig
og ég held þeir
muni gera
það,“ sagði
Macari.
henry&dv.is »
Hvar eru
mörkln?
TT^StórS»t)Ömufraniherjar Man.
Utd verða að reima betur á sig
JtóMíawtateOStimíenBkír
wyalsdetídinm. Louis Saha á enn
efhr að skora í deildinni, Wayne
Rooney hefur aðeins skorað eitt
jvuuuo Dest lit þac
sem af, er með þrjú mörk sem
teist nn pHrorf ----_
auems Arsenal og Chelsea hafa
skotiðoftar á markið í vetur. Þeir
koma bara boltanum ekki inn og
eru meðslökustu skotnýtinguna f
deildinm. Þeir hafa skotið 156
smnum að marki en boltinn hefur
aðeins fanð í netið í 11 sldpti. Ars-
enal er með besm skotnýtinguna í
detídinm, enþeirhafaskotið 167
srnnum á markið, skorað 32 mörk
og því með 19.5% nýtingu.
Vorumtíl
skammar
Framheijinn Louis Saha var
foxillur og skömmustulegur
eftír að United hafði gert
markalaust jafntefli gegn Man.
Qty á sunnudag, en þeir óðu í
færum í leiknum. „Ég trúi því
varla að við höfum ekki skorað í
þessum leik. Miðað við færin
sem við fengum ættum við að
skammast okkar fyrir að hafa
Skjóta púðurskotum Ruud
Van Nistelrooy, Wayne Rooney
og Alan Smith hafa skotið
mörgum púðurskotum íensku
deildinni í vetur.
W-v.-,
Bandaríski gullkálfurinn Michael
Phelps er í vondum málum og gæti
átt yfir höfði sér eins árs fangelsisdóm
þar sem hann var tekinn fullur undir
stýri í Baltimore. Þar að auld lét hann
það eiga sig að hægja á bílnum við
stöðvunarskyldu.
Það er klárt að Phelps fær háa
sekt, missir prófið og fer í versta falli í
steininn í ár. Hann var miður sín er
hann ræddi við fjölmiöla í gær.
„Ég veit að það er rangt að setjast
upp í bíl eftir að hafa neytt áfengis. Ég
er aðeins 19 ára en mér var samt
kennt að sama hversu gamall maður
er þá verður maður að taka ábyrgð á
gjörðum sínum. Ég biðst innilega
afsökunar á þessari hegðun minni,“
sagði þessi sexfaldi gullverðlaunahafi
frá ólympíuleikunum í Aþenu
hann mátti ekki einu sinni drekka,
þar sem þú verður að vera orðinn 21
árs til þess að drekka í Maryland-fylki.
Þjálfari Phelps, Bob Bowman,
sagði að strákurinn væri í öngum
sínum.
„Honum finnst hann hafa
brugðist heiminum og á vissan hátt
hefur hann gert það. Hann er
meðvitaður um hversu stór mistök
hann hefur gert. Þetta atvik mun
skemma hans góða orðspor og það
finnst mér skelfilegt," sagði Bowman.
Nú velta menn vestra því fyrir sér
hvort bakhjarlar Phelps, eins og
Speedo, muni snúa baki við
gullkálfinum unga. Forsvarsmenn
Speedo vildu ekkert um málið segja
annað en að þeir styddu fast við
bakið á Phelps. henry@dv.is
en
- fe
æHjí