Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 10. NÚVEMBER 2004 Menning DV Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is TÓNLEIKARÖÐ djassklúbbsins Múl- ans helduráfram annað kvöld klukkan 21.00 á Borginni. Að þessu sinni leikur kvintett Guðlaugar Ólafsdóttur en hann skipa, auk Guð- laugar, Ásgeir Ásgeirsson gitarleik- ari, Vignir Þór Stefánsson pianóleik- ari, Róbert Þórhallsson bassaleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari. Guðlaug er dóttir Labba í Mánum og hefur lokið djasssöngnámi i Hollandi. Á efnisskrá kvintettsins eru endurútsettir djassdansar ásamt nokkrum smellum Bítlanna og Van Morrison. Miðaverð er 1.000 krónur. LEIKARINN og grínarinn Þorsteinn Guðmundsson hefur sent frá sér fyrstu skáldsögu sína, Fífl dagsins, sem Mál og menning gefur út. Þorst- einn er landskunnur fyrir leik sinn i Fóstbræðraþáttunum, Atvinnu- manninum á Skjá einum, pistlaskrif sín og margt fleira. Hann sendi fyrir tveimur árum frá sér smásagnasafn- ./'ð Hundabókin. Fífli : dagsins er lýst sem , *, fyndinni, sárgræti- legri og algerlega raunsærri sögu um okkar tima hér og nú. „Hún er skemmti-harm- ' saga sem kallast á jafn ■—-áyið Kafka sem Leið- arljós, Séð og heyrt sem Being John Mal- kovich," seg- ir i tilkynn- •í ingu út- s gefanda. Á BJORN THORODDSEN gítarleikari heldur útgáfutónleika í Salnum i Kópavogi annað kvöld, fimmtudags- kvöld, klukkan 20.00. Ásamt Birni koma fram Stefán S. Stefánsson saxófónleikari, Jón Rafnsson kontra- bassateikari og Erik Qvick slagverks- leikari. Á efnisskránni eru glænýjar útsetningar Björns á sálmalögum eftir Martin Lúther fyrir djasskvar- tett. Það telst sannarlega til tíðinda að djasstónlistamenn nýti sér sálmalög Martins Lúther til flutn- ings. Nokkur afþeim lögum sem heyrast á þessum tónleikum eru ávöxtur afsamstarfi Lúthers við sum helstu samtímatónskáld hans, í end- urgerð Björns Thoroddsen. Síðustu sýningar Jóns Gnarr Stuttmyndin Með mann á bakinu eft- irJón Gnarr er sýnd I Regnboganum í kvöldklukkan 18og 19, og eruþetta að likindum siðustu sýningar mynd- arinnar. Myndin er 20 mlnútna löng og fjallar um nokkuö sérstaktsam- band tveggja manna sem hittast fyrir tilviljun í óbyggöum Islands og er þetta skemmtileg gamanmynd um mannleg samskipti. Auk þess að skrifa handritiö þá leikstýrir Jón myndinni og leikur aöalhlutverkið. Hann er tilnefnd- ur til Edduverðlauna fyrir handritið. Eins og fram hefur komið i DV hefur franska sjónvarpsstöðin Canal+ fest kaup á myndinni. Miöaverð á þessar tvær sýningar er aðeins 300 krónur. Hljómaplatan komin út iJ* i , v .... ■ ^ #>•;, • _ ... ■ s3f • “ . Sl'Öl t ’ Æringjarnar i Hljómum hafa sent frðsér nýjan gehladisk sem ber nafn hljómsveitar- inhar. í tilkynningu frá útgefanda kemur fram aO á disknum sé aO finna 12 frábær lög meO textum eftir höfunda á borð viO Guðmund Andra Tharsson, EinarMá Guðmunds- son og Þorstein Eggertsson svbeinhverjirséu nefndir. Lögin Upp meO húmorinn, Eitt litið stefog Geggjuö ást éru á disknum eh þau hafa veriö spiluö i útvarpi undanfarið.. - Það er Zonet-útgáfan með Óttár Felix Hauksson iiararbroddi sem gefuFút. Hljómar fagna 41 árs afmæ/i sinu i ár. Mergjuö og sárstæð þjáðlíYslysing Sú var tíðin að ég mat bækur - aðrar en skáldskap - eftir því fyrst og fremst hvort í þeim leyndust margir útvarpsþættir. Altso hvort í þeim leyndust hugmyndir að viðfangsefn- um sem ég gæti nýtt mér í þáttinn Frjálsar hendur í Ríkisútvarpinu. Samkvæmt þeim mælikvarða er Héðinn Bríet Valdimar og Laufey eftir Matthías Viðar Sæmundsson einhver mesta og besta bók sem ég hef lengi lesið. Þar bókstaflega úir og grúir af ffásagnarefnum sem höf- undur Fijálsra handa hefði stokkið hæð sína í loft upp fyrir; mannlífið kringum aldamótin 1900 í svo fjöl- breytilegri mynd sem hugsast getur - alls konar fólk stígur þarna fram og segir sögur sínar misfagrar; ég hef ekki áður lesið á einni bók svo litríka mannlífslýsingu íslenska. Verkalýðsforingi, stjórnmála- skörungur og viðskipta- mógúll Og hafi einhver ímyndað sér enn- þá að íslenskt samfélag hafi verið of fátæklegt til að þaðan mætti draga örlagasögur sem jöfnuðust á við hið mesta drama í útlöndum, eða kómík og tragík eins og hver vill, þá er bók- in frábær staðfesting þess að það er firra. Þetta er allt þarna. Þessi bók hóf, eins og menn vita, feril sinn sem ævisaga Héðins Valdi- marssonar verkalýðsforingja, stjórn- málaskörungs og viðskiptamóguls. Héðinn var ótvfrætt einn allra merk- asti pólitíkus landsins á fyrri hluta síðustu aldar og saga hans að mörgu leyti harmræn; hann virtist reiða gáfumar og hæfileikana beinlínis í þverpokum en náði aldrei að kom- ast til þeirra áhrifa sem honum virt- ust ásköpuð. Þar kom til stjórnmála- ástandið í landinu sem ekki var hag- Héðinn Bríet Valdimar og Laufey eftir Matthías Viðar 1 HÉDINN Sæmundsson Útgefandi JPV Bókmenntir stætt vinstri mönnum af hans tagi en líka rangar ákvarðanir sem hann tók sjálfur. Og mótsagnirnar bæði í persónu hans og pólitísku ævistarfi kölluðu beinlínis á skemmtilega ævisögu. Miklu djarflegri efnistök en áður hafa sést í ævisögum Matthías Viðar Sæmundsson sýndist í fyrstu kannski ekki augljós- asti kosturinn til að skrifa ævisögu stjórnmálamanns; bókmenntafræð- ingur sem hafði fram að þessari bók einkum skrifað með hinum dimmari litum sálarpallettunnar. Og aðferð hans reyndist heldur ekki vera sú augljósasta; hér eru miklu djarflegri efnistök en áður hafa sést í íslenskum ævisögum. Þessi bók verður reyndar áreiðan- lega mikil uppspretta hugleiðinga um ævisöguformið enda fer Matthí- as margar leiðir í bókinni og stund- um fleiri en eina í senn. Mestar spurningar munu eflaust vekja þeir kaflar þegar hann bregður sér inn í höfuð persónanna og lýsir sálarlífi þeirra og hugsunum fyrst og fremst eftir sinni eigin skáldgáfu - sem greinilega hefur verið umtals- verð. Ég fæ ekki betur séð en þótt Matthías sleppi þar ímyndunarafl- inu lausu sé það þrátt fyrir allt í bandi, kannski löngu, en ekkert er þar að finna sem heimildirnar geta ekki gefið tilefni til. Þó hefði kannski mátt stytta örlítið þessa kafla - sjálfur upphafskaflinn hefði til dæmis haft gott af nokkurri meitlun. Mergjaður texti sem bregður skæru Ijósi á þá tíma er Héðinn var ungur í stuttu plássi eins og ég hef hér til umráða er ekki tóm til að fjalla af neinu viti um leiðarhnoð- in - það dugir að taka fram að úr verður bráð- skemmtilegur, mergjað- ur texti sem bregður skæru ljósi á þá tíma þegar Héðinn var ungur; stundum kátlegu ljósi og stundum miskunnarlausu en alltaf skæru og þróttmiklu. Persónur í bókinni eru fjöldam- argar og reyndar gefur sjálft nafhið til kynna að þetta er alls ekki venjuleg ævisaga; foreldrar Héðins og systir eru svo fýrirferðarmikil að þau hafa náð inn í titilinn sjálfan. Valdimar hinn einræni hugsjónamaður, Bríet hin skapmikla, stranga og þó svo við- kvæma kvenréttindakona, Laufey hin pasturslitla og framtakslausa ... myndir þeirra verða ekki síður ljóslif- andi í huga lesenda en mynd Héðins sjálfs. Og þar fyrir utan kynnumst við ótölulegum grúa af íslensku alþýðu- fólki, embættismönnum, stór- mennum, smámennum, göfug- mennum, skíthælum, aumingjum og venjulegu fólki. Hefur svo breið þjóðlífslýsing ekki áður komist á prent, svo ég muni. Og mannlýsing- arnar leika í höndum höfundarins. Seinna bindið kemur aldrei Nú er það ljóst að þetta átti bara að verða fýrra bindið af ævisögunni en jafri ljóst að seinna bindið kemur aldrei, þar sem Matthías Viðar lést skömmu eftir að hann lauk að mestu við að ganga frá handritinu. Bókin er svo persónuleg í forminu að enginn höfundur mun treystast til að taka upp þráðinn og segja sögu Héðins á umsvifamestu árum ævi hans. Ekki á þennan hátt. En eftir stendur mjög eftirminni- leg bók, sérstæð og skemmtileg. Stundum mun hún þykja gefa helst til ófagra mynd af Reykjavík og ís- landi, það leggur til dæmis fýluna upp af þeim síðum þar sem lýst er yfirgengilegum sóðaskap. En þarna eru lfka demantar í trafinu. Illugi Jökulsson Það er „morð" Alice Sebold heldur sig við sama sögu- efni og í bókinni Svö fögur bein sem kom út á siðasta ári en þó meö öðrum for- merkjum þvl hér er rithöfundurinn sjálf- ur i aðalhlutverki. Sebold deilir þeirri hrikalegu reynslu með lesendum að hafa verið nauðgað á hrottafengin hátt þegar hún er átján ára gömut. Þegar hún kemst við illan leik á lögreglustöðina er henni tjáð að hún hafi verið heppin að komast lífs afog írónískur tónn þessa orðs fylgir henni og lesandanum bókina útlgegn. Hún kemst vissulega lifs afen sálræn eftirköst nauðgunarinnar fylgja henni alla ævi og því er ekki undariegt þótt hún efist stundum um merkingu orðsins„heppin“! Á einu andartaki erhún svipt sakieysi sinu, æsku og fögrum framt/öardraum- um um ást, velgengni og hamingju og árin sem á eftir koma einkennast afefa- semdum um eigið ágæti, bæði líkamlegt og andlegt. Hún hefur viðbjóð á eigin lik- ama og er þar með svipt þeirri gleöi sem fylgir góðu og gefandi kynlífí, hún er stöðugt i vörn og til að sefa sárustu sorg- ina leiðist hún á tlmabili út i ofdrykkju og eiturlyf- janeyslu. En hún er „heppnari" en mörg önnur fórnarlömb nauðgana að því leyti að nauðgarinn næst og fær þungan dóm. Það erhenrii viss fróun en aöeins upp að vissu marki þvi i Ijóði sem hún yrkir má Ijóst vera að helst þráir hún dauða hans. Hann tók frá henni sakleysi, traust og llfsgleði og þvi vill hún hann feigan:„Ég þrái að drepa þig með spörkum, kúlum og glerbrotum. Ég þrái að rlða þér meö hnifum. Komdu til min, komdu til mín, komdu, leggstu hjá mér og deyöu." (123) En sú prúða stúlka sem Alice er segir fæst upphátt, hún kemur hatri sínu niður á blað og syrgir mest i hljóði því hún kemst fíjótt að þvi að umhverfið kann litt eða ekki að bregðast við glæpum sem þessum. Saga Alice Sebold er ekkert ný. Svona sögur hafa verið sagðar íýmsum tilbrigöum og þó að ofbeldismaðurinn fái sinn dóm situr fórn- arlambið eftir i sárum það sem eftir er. Það sem er kannski hvað mest slá- andi við sögu Alice eru einmitt frásagnir afþví hvernig hennar nánustu bregðast við. Þeir eru ósköp indælir til að byrja með, samt frekar undirleit- ir, og vilja helst sópa mál- inu undir borð sem fyrst.Afþví það er óþægilegt að tala um ofbeldisfullt kynlíf, hvaö þá að horfast íaugu við að einn af manns nánustu hafi orðið fyrir barðinu áþví. Þvi er Alice óþægilega ein i öllum þess- um harmleik og einsemd hennar nistir lesandann inn að beini. Sem kvenkyns lesandi þessarar bókar varð ég æði oft ótrúlega pirruð, reið og sár. Svo virðist sem fátt sé að breytast i málum sem þessum. Alice naut þess t.a.m. í rétti að Heppin Alice Sebold Þýðandi: Helga Þórarinsdóttir JPV-forlag 2004 Bókmenntir hafa verið á þessu hörmungaraugna- bliki í lífí sínu ekki einasta allsgáð heldur hrein mey og aukinheldur iklædd síð- buxum og víðri peysu! Hún gerir einmitt mikið mál úr þessu og tekur fram að kviðdómendur hefðu tárast þegar hún nefndi meydóminn á nafn. Útlifuð gella á stuttu pilsi hefði ekki notið þeirrar samúðar sem hún hlaut. Svo mikið er Ijóst. En það er ekki aðalatriðið. Engu skiptir hvernig kona, eða maður, er i klæðaburði, hvar manneskjan er stödd, hvernig hún hegðar sér, hvað hún segir eða segir ekki. Það sem saga Alice Se- bold segir okkur á beinskeyttan og heið- arlegan hátt iyfirvegaðri en sérlega grlpandi frásögn er einfaldlega þetta: Ef þú neyðir aðra manneskju með ofbeldi til að gera það sem hún ekki vill ertu að svipta hana mennskunni og það er ófyr- irgefanlegurglæpur. Það er„morð". Sigríður Albertsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.