Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Page 27
DV Kvikmyndahús
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2004 27
Sýnd kl. 6. 8 og 10.10
Sýnd kl. 6. 8 og 10.10
HILARY DUFF CHAD MiCHAEL MURRAY
m
Stórskemmtileg rómantísk gaman-
mynd um öskubusjtuævintýrið
sem þú hefur aldréi heyrt um!
Það er aldrei of seint ao setja tonlist i lífið aftur
Shall we Dance?
Frábær rómantisk gamanmynd með Ríchard
Cere, lennifer Lopez og Susan Sarandon
i aðalhlutverki.
Sýnd kl. 8.10 Sýnd kl. 6 Sýnd kl. 10.10 b.l 16
REEnBOEinn
ULIANKE MBtlfi
Hvað ef allt sem þú hefur
upplifað...væri ekki
raunverulegt?
FRUMSÝNINC
^★★T/Tbti~*Trrvíhöfði'-
Pttmun
HUtBBBUBNIB
'Engiribjór... —
★★ M
endalaust „Slcyldumæting'*'
diskó.A
...en svo kom pönkið!
Frábær heimildarmynd um pönkið
og Fræbblanna! "
Missið ekkj af þessari!
Sýnd kl. 8 og 10
Loksins mætast
fr&gustu skrlmsli
kvikmyndasögunnar í
mögnuðu uppgjöri!
Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.30 BJ. 12
FRÁ LEIKSTJÓ RA SCARY MOVIE
nldA A MllU?
SiMHlnmHlMj
SYND kl. 8 og 10.15
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20
3114
MEÐ MANN Á BAKINU
STUTTMYND EFTIR JÓN GNARR
KL. 6
Sýnd kl. 4 og 6 m/ísL tali
www.laugarasbio.is
..SYND KL 10
SÝND KL 4 Og 6 ÍSL TAL
Undrast tal um
kynþokka
Breski leikarinn Colin Firth kveðst
alltaf undrandi þegar konur tala
um hversu kynþokkafullur hann
hafi verið í sjón-
i
varpsþóttaröð-
inni Pride and
Prejudice, eða
Hroki og hleypi-
dómar eins og
þótturinn kallað-
ist ó ísiensku. Tíu ór eru fró þvi
þættirnir voru sýndir i sjónvarpi
og segir Firth með miklum ólíkind-
um að konur sé enn að staglast ó
þessu. Er þó oftast verið að visa til
atriðis íþættinum þar sem Colin i
hlutverki herra Darcy fær sér
sundsprett við höfuðból sitt.„Það
varð allt vitlaust út afþessu atriði.
Aldrei hefði mér dottið i hug að
nokkurri manneskju fyndist þetta
kynþokkafullt," segir Colin en
þess mó geta að hann leikur líka
herra Darcy í myndunum um
Bridget Jones.
Skotin í fyndn-
um strák
Það þykja alltaf tiðindi þegar leik-
konan Scarlett Johansson verður
skotin í strók. Nú er Scarlett skotin
í gamanleikara að nafni Ralf
Little. Einkum eru það sjónvarps-
þættirnir Royle Familiy, sem Ralf
lék i fyrir mörgum órum, sem
heilla Scarlett. Hún hefur sumsé
aldrei hitt manninn en segist hafa
skoðað margar myndir afhonum.
„Eg er bara algei ieyu doiíujjin.
Mér hefur veriðsagt
að hann sé rosaiega
fyndinn. Svo heyrði
ég að hann hefði
verið i læknisfræði
um skeið. Það gerði
útslagið - ég verð
að kynnast þessum
manni," segir Scnr-
lett Johansson.
Norskur húmo
enn ófundinn
Við skulum velta fyrir okkur
tveimur orðum. Norsk gamanmynd.
Fyrir ekki löngu hefði það vakið upp
álíka viðbrögð og „belgísk ástar-
mynd“ eða „rússnesk tæknibrellu-
mynd“ - undrandi augnaráð og orð-
in: „Hvað meinarðu, maður?“
En eftir Elling er allt hægt. Snilld
þeirrar myndar gerði það að verkum
að maður fer á norskar gaman-
myndir með opnum hug, jafnvel til-
hlökkun. En Buddy er ekki lengi að
eyða þeim kapítal sem Elling hefitr
unnið inn fyrir hönd þjóðarinnar.
Segir hér ffá Kristoffer, sem vinn-
ur við að hengja upp plaköt og á sér
það helsta áhugamál að stökkva út
um glugga á dýnur ásamt félaga sín-
um og taka það upp á myndband.
Hann á einnig gullfallega kærustu
að sunnan sem vinnur í tískugeiran-
um. í stað þess að gleðjast yfir þessu
síðastnefnda fríkar hann út þegar
hún lætur hann hafa lykfa að íbúð-
inni, og ryðst inn á fund til að af-
henda henni þá aftur. Það kemur
líklega engum á óvart nema honum
sjálfum að þetta ýtir henni í arma
yfirmanns síns.
En áður en dagurinn er liðinn hjá
greyið Kristoffer er önnur gullfaUeg
sveitastelpa búin að flytja inn til
hans og félaganna og orðin skotin í
honum. Hún sefur hjá honum, en
það er ekki fyrr en daginn eftir sem
hún uppgvötvar að hún eigi kærasta,
sem ædaði að fara með hana í sigl-
ingu um heiminn. Hún hættir samt
við, og þegar greyið Kristoffer spyr
hvað hún sé að gera með þessum
lúða segir hún að það sé vegna þess
að hann myndi aldrei særa hana.
Það kemur samt ekki í veg fyrir að
hún velji ffekar greyið Kristoffer.
Það var um þetta leyti sem félagi
minn gekk út og við sátum tveir eftir
í salnum, ég og maðurinn með stóra
popppokann í hinum endanum.
Þegar hér er komið sögu er greyið
Kristoffer hins vegar aftur byrjaður
að sofa hjá sinni fyrrverandi. Og nú
er úr vöndu að ráða, hann þarf að
velja á milli tveggja gullfallegra
kvenna, önnur þeirra ljóshærð og
hin dökkhærð. Og, æi, já, hann er
einnig orðinn sjónvarpsstjama og
ríkur og frægur fýrir vikið, eftir að
sjónvarpsffamleiðendur komast
óvart í videódagbækur hans.
Þetta lýsir kannski ágætlega
fantasíum leikstjórans, enda fyrsta
og vonandi síðasta mynd hans í
fullri lengd. En að halda að áhorf-
endur hafi nokkra ánægju'af þessu
er hin mesta firra.
Vinir greysins hans Kristoffers
bæta svo ekki úr skák. Geir er
einhver mest óaðlaðandi fýr sem
sést hefur á hvíta tjaldinu lengi,
afiieitar syni sínum af þeirri einu
ástæðu að honum finnst hann vera
of ungur til að vera pabbi og gengur
svo langt að neita að hleypa krakk-
anum inn þegar hann finnst týndur
úti á víðavangi. Samt eltir gulffalleg
barnsmóðir hans hann á röndum og
vill að hann kynnist krakkanum,
enda ekki seinna vænna, barnið
næstum komið á unglingsár.
Þriðji félaginn, Stig, jaðrar við að
vera áhugaverður, enda haldinn
ferðafælni á háu stigi og fer aldrei
út fyrir hverfið. Aldrei er þó gefin
nein ástæða fyrir þessu, en hvað
um það hugsa þeir ef til vill, þetta
virkaði í Elling. Greyið Kristoffer
þarf svo að velja á milli vináttu
sinnar við Stig og skepnuna Geir og
sveitastelpu númer tvö annars veg-
ar og frægðar og frama og sveita-
stelpu númer eitt hins vegar. Ég ef-
ast um að jafnvel maðurinn með
stóra popppokann hafi haft áhuga á
því hvernig færi. Einhvers staðar
inni í öllu klúðrinu er svo mynd um
raunveruleikasjónvarp, sem er
verðugt viðfangsefni, en fer alveg
fyrir ofan garð og neðan.
Leikstjórn: Morten 7
Aðalhlutverk: Nicoh
Broch, Aksel Hennie
Anders Baasmo Kris
Handrit: Lars Gudmi
Valur fór í bíó
Lögsækirfyrrver-
andi kærustu
Leikarinn Burt Reynolds hefur
lögsótt fyrrverandi
unnustu sína. Burt
segir unnustuna,
Pamelu Seals, hafa
hótað að saka hann
um ofbeldi ef hann
greiddi henni ekki
milljónir dollara.
Pamela og Burt
áttu í föstu sam-
bandi í tíu ár en þar
sem þau létu aldrei pússa sig saman
á Pamela engan kröfurétt á hendur
Burt - samkvæmt lögum í Flórída.
Lögmaður Burts segir fjárkröfur
Pamelu út úr öllu korti og hótunum
hennar um að bera sakir á Burt verði
svarað fullum hálsi. Burt segir þetta
allt saman leiðindamál en hann láti
hins vegar aldri hóta sér.
Úðarísigkart-
öfluflögum
Victoría Beckham úðar í sig kart-
öfluflögum þessa dagana og má víst
rekja þessa nýfengnu löngun til þess
að hún er barns-
hafandi. Victor-
ia á von á sér í
mars á næsta ári
oghefur að sögn
heimildar-
manna sem
þekkja til bætt á
sig sjö kílóum
það sem af er
meðgöngunni.
Það eru þó ekki
bara flögurnar
sem heilla Victoriu þessa dagana því
hún mun l£ka vitlaus í ostabrauð,
brokkólí og kál. „Hún nýtur aðstoðar
næringarráðgjafa svo mataræðið á
að vera í lagi. Annars hefur Victoria
alltaf borðað það sem henni sýnist.
Hún lítur hins vegar betur út nú en
oft áður. Hún hefur gott af því að
bæta á sig nokkrum kílóum," segir
vinur Victoriu um ástand hennar.
Framleiðendur í Hollywood hafa ráðið David Beckham til starfa
Gulldrengurinn leikur sjálfan sig
David Beckham notar tfmann
utan vallar afskaplega vel og nú hef-
ur kappinn fallist á að leika í þremur
Hollywoodmyndum. Ekki mun
reyna að ráði á leiklistarhæfileika
Beckhams því hann ætíar að leika
sjálfan sig. Um er ræða þriggja
mynda seríu sem fjallar um fótbolta.
Sú fyrsta hefur hlotíð titilinn Goal!
og fjallar um fátækan strák í Los
Angeles sem verður fótboltastjarna
á Bretíandi. _______
Beckham er hæstánægður með
að fá að taka þátt í myndinni.
„Það er ekkert leyndarmál að mig
langar að taka að mér þjálfun ungra
stráka þegar ég legg skóna á hilluna.
Ég held að þessi trílógía muni senda
jákvæð skilaboð til krakka um alla
veröld," segir Beckham.
Mexíkóski leikarinn Diego Luna
hefur verið ráðinn í hlutverk fótbolta-
kappans. í fyrstu myndinni kemst
strákurinn frá LA í lið Newscastíe
United og í annarri myndinni fær
hann samning við stórliðið Real
Madrid. Beckham er ekki eini fót-
boltasnillingurinn sem kemur ffam í
myndinni því heimildir herma að
tveir félagar hans í Madrid hafi fallist
á að koma ffam, það eru þeir Raul og
Zinedine Zidane. Áætíaður kostnað-
ur við myndirnar þrjár er um sjö
milljarðar króna og verður dreifing í
höndum fýrirtækis í eigu Mels Gib-
son.