Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Qupperneq 31
DV Síðasten ekki síst
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2004 31
íslensk stjórnvöld í liði með„hinu góða"?
Á dögunum gerðist sá atburður
að George Bush var endurkjörinn
forseti Bandaríkjanna og í fram-
haldinu lýstu bæði Halldór
Ásgrímsson og Davíð Oddsson því
yfir að þetta væru góð tíðindi fýrir
íslendinga. Margir hafa velt því fyr-
ir sér af hverju í ósköpunum ís-
lenskir ráðamenn hafa tekið þenn-
an pólinn í hæðina enda sé stefna
Bush fullkomlega fjarri íslenskum
veruleika.
Ástralski heimspekingurinn
Peter Singer hefur nefnt George
Bush „forseta góðs og ills“ og bent á
að siðferðishugmyndir Bush gangi
að miklu leyti út á einfalda and-
stæðu góðs og ills. Þannig notar for-
setinn reglulega hugtakið „hið illa" í
ræðum sínum eins og hann trúi því
statt og stöðugt að til sé illt afl í
heiminum og hlutverk hans sé að
berjast gegn því. Þetta gæti tengst
því að Bush er strangkristinn og
vitnar reglulega í guð sér til fullting-
is. Hið illa hefur reglulega komið
við sögu í ræðum forsetans um
utanríkismál þar sem hann hefur
Fögnuður íslenskra
ráðamanna virðistþví
einna helst stafa af
því að ástandið er
óbreytt og þeim þarf
ekki að detta neitt
nýtt í hug.
meðal annars rætt um möndulveldi
hins illa en þau lönd bætast þá
sjálfkrafa á skotskífu Bush-stjómar-
innar.
Ýmislegt annað merkilegt má
greina í málflutningi Bush. Á sama
tíma og hann talar um nauðsyn
þess að ríkið hjálpi öllum þeim
börnum sem eru í vanda stödd
lækkar hann skatta og dregur úr
velferðarþjónustu. Á sama tíma og
hann hefttr boðað aukið sjálfstæði
ríkja og minni áhrif miðlægrar
alríkisstjórnar hefur stjórn hans
tekið fram fyrir hendurnar á ein-
stökum ríkjum. Þegar Oregon-ríki
samþykkti til dæmis mjög strangar
reglur um líknardráp bannaði
alríkisstjórnin það svo með öllu þó
að íbúar Oregon hefðu tvisvar
samþykkt reglurnar með miklum
meirihluta í atkvæðagreiðslu.
fslenskir ráðamenn ætla þó
vonandi ekki að fara að taka sér
stjórnarhætti Bush til fyrirmyndar.
Líklega stafar fögnuður þeirra
fremur af þeirri ástæðu að þeir
telja nú að framtíð herstöðvarinn-
ar á Miðnesheiði sé tryggð en ýms-
ir yfirmenn bandaríska hersins
hafa viljað draga verulega úr um-
svifum hennar rétt eins og mark-
visst hefur verið dregið úr viðbún-
aði bandaríska hersins um alla
Kiallari
Katrín Jakobsdóttir
vonar að íslenskir
blaðamenn taki sér ekki
bandarísk stjórnvöld til
fyrirmyndar.
Evrópu. Bush hefur hins vegar lát-
ið sem hún fái að standa þannig að
Davíð og Halldór hafa lagt traust
sitt á hann.
Á sama tíma skilja fáir hvaða til-
gangi herstöðin þjónar nú. Meira
að segja þeir sem óttuðust innrás
hefðbundins landhers á ísland á
árum kalda stríðsins líta nú heim-
inn öðrum augum og frekar er rætt
um ógn af hryðjuverkum og jafnvel
glæpastarfsemi. Vandséð er hvað
orrustuþoturnar fjórar eigi að gera
við slíkum verkum og hlutverk her-
stöðvarinnar er í raun óljóst.
Vissulega lengir hún þó aðeins í
ólinni fyrir íslenska ráðamenn
hvað varðar atvinnuástandið á
Suðurnesjum þar sem fjölmargir
íslendingar hafa fengið störf tengd
herstöðinni. Enn hefur ríkisstjórn-
in ekki komið með leiðir til að bæta
þeim skaðann ef herinn fer.
Allt er þetta hins vegar grímu-
klætt með þeim orðum að herinn
sé hér til að verja okkur en ekki
bara úrelt leif frá árum kalda
stríðsins. Á sama tíma er því slegið
á frest að ræða hvað við íslending-
ar getum lagt af mörkum til að
draga úr spennu og fjandskap milli
þjóða í heiminum en haldið fast í
núverandi stefnu þar sem Banda-
ríkjamenn og ísraelsmenn kúga
aðrar þjóðir í skjóli vopnavalds og
sameiginlegs öryggiskerfis vest-
rænna nýlenduvelda frá árum
kalda stríðsins.
Fögnuður íslenskra ráðamanna
virðist því einna helst stafa af því
að ástandið er óbreytt og þeim þarf
ekki að detta neitt nýtt í hug. Þeir
hefðu kannski átt að hlusta á frið-
arverðlaunahafa Nóbels frá í fyrra,
Shirin Ebadi, en í heimsókn sinni
hingað til lands ræddi hún meðal
annars um stöðu mála í íran, sem
margir óttast að sé næsta skotmark
Bush-stjórnarinnar. Hún sagði
meðal annars að lýðræði og mann-
réttindi yrðu ekki flutt út með
vopnum og skriðdrekum. Á sama
tíma hefur stefna ríkisstjórnar
íslands og stuðningur hennar við
stríðin í Afganistan og írak gefið
ótvíræða vísbendingu um að þetta
sé einmitt trú íslenskra ráðamanna
- að hægt sé að flytja út lýðræði og
mannréttindi með vopnavaldi.
Er ekki kominn til að íslensk
stjórnvöld endurskoði þessa
stefnu ef það er í raun vilji þeirra
að leggja eitthvað af mörkum til að
efla lýðræði og mannréttindi í
heiminum?
Ingibjargar þáttur
Sólrúnar
Magnús skrifar:
Ingibjörg Sólrún veit ekki sitt
rjúkandi ráð í máli borgarstjórans. í
kreppunni miðri er hún aðgerðalaus
og ráðalaus. Hún hefur enga forystu
sýnt eða tekið í þessu óþrifamáli R-
listans. Ástæðan er einföld. Hún er
skíthrædd við sitt eigið klúður. Það
Lesendur
var hún sem réði Þórólf. Þegar
Þórólfur sagði samviskusamlega frá
því að hann væri í rannsókn vegna
meints olíusamráðs sveitarfélag-
anna þá var hrokinn og dómgreind-
arleysið svo mikið að hún taldi
óþarfa að leita ráða hjá öðrum, til
dæmis félögum sínum í R-listanum.
Þess í stað sópaði hún öllu undir
teppi og varð síðan á sú ótrúlega
yfirsjón eða valdhroki að hún sagði
engum frá. Ef Þórólfur fer, þá mun
kastljós fjölmiðlanna beinast að
henni. Það þarf að skoða Ingibjargar
þátt Sólrúnar. Hún þarf að gera
hreint fyrir sínum dyrum. Hvað vissi
hún mikið um olíusamráðið og
Þórólf? Af hverju sagði hún ekki sín-
um félögum í R-listanum af þætti
nýja borgarstjórans?
Ingibjörg veit að hún verður að
standa skil á þessum spurningum.
Ef, og þegar Þórólfur fer, þá mun
hún komast í skotlínu fjölmiðlanna
og verða að svara mjög áleitnum og
ágengum spurningum um sinn þátt
og ábyrgð í málinu. Aðgerðaleysi
Ingibjargar er þessa dagana að
ganga af R-listanum dauðum. Farið
hefur fé betra segi ég nú bara og ætla
aldrei að kjósa hann aftur.
Fíflin fagna!
Ein án tilnefningar skrifar:
Loksins kom að því að olíufélögin
sáu sér fært að senda samráðsafsök-
unarbréf. Bréfin bárust í fjölmiðla
næstum samdægurs enda var ekki
við hæfi að breyta út frá góðum
samráðsreglum um slfkt. Ætla þá
samráðsmennirnir að við fíflin sem
þeir kalla svo fagni og fyrirgefi? Við
vorum áður nefnd neytendur. Við
þurfum líka að hafa smá festival og
kjósa okkur „Idolstjömufífl" eða „of-
urfi'fl" og heiðra það með styttu. Það
er vitað að félag okkar fíflanna er án
allrar skipulagningar og þarf nú að
taka til hendinni og koma skipan á
skelfinguna? Flest fi'flin hafa verið
hlédræg og í felum en einstaka fi'fl
hefur mðst fram í ljósi fjölmiðla og
tjáð sig. Þetta em efni í „ofurfífl" og
enginn vafi á rétti til tilnefningar.
Enginn getur mælt gegn því að Sól-
veig, fyrrverandi menntamálaráð-
herra, og
eiginkona
Kristins,
forstjóra
Skeljungs,
hafði ekki
grænan gmn um
samráð. Hún var ginnt til að kaupa
bensín með samráðsverðlagningu.
Henni datt aldrei í hug samráð þótt
flestir sem em minni fífl hefðu það
sterklega á tilfinningunni, enda
myndu slík fífl ekki fá tilnefningu.
Og Hörður, fyrrverandi forstjóri
Eimskips, stjórnarmaður olíufélags,
hefur lýst sig algjörlega gmnlausan
varðandi verðsamráð og saklausan
af öllum slíkum þankagangi. Tvf-
mælalaust mjög hæfur til tilnefning-
ar. Fleiri koma vafalítið til greina en
þeir gætu þá sótt um tilnefningu
með því að gefa sig fram eins og þau
tvö hafa gert í fjölmiölum.
Ríkið er þjófsnautur
Ingólfúr hringdi:
Nú þegar allir eru í olíubaði og
kröfur um að olíufélögin skili ráns-
feng sínum rísa hátt þá vil ég velta
upp þeirri spurningu hvernig ríkið
ætli að skila sínum feng.
Ríkissjóður hefur notið góðs af
okrinu þar sem álagning hefur líka
tekið til þess hluta af verðinu á
eldsneyti. Mér finnst ástæða til að
vekja athygli almennings á því að
ríkið er þjófsnautur og verður að
bregðast við út frá þeirri
staðreynd.
• Tillaga Framtíð-
arhóps Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur
um einkavæðingu
grunnskóla með
skírskotun til
Áslandsskóla, sem
gjarnan kallast
Astandsskóli, er viðkvæmt mál.
Margir flokksmenn og þeirra á
meðal össur Skarp-
héðinsson formaður
em algjörlega and-
vígir þessum hug-
myndum. Nú virðist
vera búið að þurrka
út tengingu sem var
frá heimasíðu Fram-
tíðarhópsins inn á hugmyndina um
einkavæðingu skólanna...
• össur Skarphéðinsson, formaður
Samfýlkingar, var ómyrkur í máli á
Alþingi á mánudag þegar hann
sagði HalldórÁsgrímsson vera for-
sætisráðherra olíu-
félaganna. Halldór
brást enda Ula við
og vildi að Össur
bæðist afsökunar
eins og olíumenn-
irnir höfðu gert. Sú
var tíð að Fram-
sóknarflokkurinn
hjúfraði sig þétt upp að Essó og á
einum landsfundi flokksins risu
fulltrúar úr sætum sínum og hylltu
Geir Magnússon, forstjóra Oh'u-
félagsins, vegna veglegra styrkja til
flokksins...
• Staða Eiríks Jóns-
sonar, formanns
Kennarasambands-
ins, þykir snúin eftir
að 90 prósent kenn-
ara samþykktu að
fella miðlunartillögu
sáttasemjara. Innan
raða sveitarstjórnar-
manna er um það rætt að Eiríkur
formaður hafi margblessað miðlun-
artillöguna og talið næstum víst að
hún yrði samþykkt. Nú sé komið á
daginn að Eiríkur hafi lesið stöðuna
kolvitlaust og ætti því að axla
ábyrgð sína...
• Vestfirðingurinn
Einar Oddur Krist-
jánsson alþingis-
maður er aftur
mættur á Alþingi
eftir að hafa gengist
undir hjartaaðgerð
með tilheyrandi
slökun. Hann er greinilega tvíefldur
og þegar farinn að valda usla í þing-
inu með kjarnyrtum, óvægnum
málflutningi um sóun í ríkisrekstri.
Einar Oddur er gjarnan kallaður
maðurinn með hnífinn en hann er
sá sem duglegastur er í niðurskurði
og er sagður raunverulegur formað-
ur fjárlaganefndar þótt framsóknar-
maðurinn Magnús Stefánsson beri
titilinn...
• Yfirstjórn Alþingis
hefur komið tO móts
við óskir nokkurra
þingmanna um að
fá áskrift að Við-
skiptablaðinu frem-
ur en einu af þeim
dagblöðum sem eru
í fastri áskrift í dag.
Talið er að með því að „breyta
Viddanum í dagblað" séu Halldór
Blöndal og félagar hans að þakka
aðstandendum blaðsins ötulan
stuðning við Sjálfstæðisflokkinn á
undanförnum mánuðum. Frjáls-
lyndir fengu ekki þessar traktering-
ar þegar þeir sögðu upp Mogganum
og vOdu verða áskrifendur að hér-
aðsfréttablöðum sínum...