Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Blaðsíða 30
Þaö vakti því íögnuð, er Bandarikjainaðar var
sæmdnr Nobelsverölaununum i fyrsta skipti, baustiö
1930. En aö vísu var sá fögnuður talsvert beiskju-
blandinn, vegna þess hver maðurinn var. Hann
hafði sem sé haft vöndinn á lofti yfir Bandaríkja-
pjóöinni og haldið fram róttækari skoðunum en porra
manna er að skapi í dollaralandinu. Pótti þvi mörg-
um súrt í broti, að einmitt þessi maður skyldi
verða fyrir valinu, pá loks er Bandarikjapjóðin íékk
pá bókmenntaviðurkenning, sem felst í Nobelsverð-
laununum.
Maðurínn var Sinclair Lewis, lærisveinn hins rót-
tæka jafnaðarmanns Upton Sinctairs og samherji hans,
vinur Emmu Goldmann, hinnar gömlu »byltinga-
nornar«, sem Bandarikjamenn kalla — »Ranði Sin-
clair«, sem kallaður var, bæði vegna pess að hann
er rauðhærður og »rauður« í skoðunum. —
Sinciair Lewis er ungur, eftir pví sem vænta má
um Nobelsverðlaunamann, fæddur 7. febr. 1885. Faðir
hans var læknir i þorpinu Sauk Center i Minnesota,
eigi langt frá borgunum St. Paul og Minneapolis. í
Minnesota-ríki eru Norðurlandabúar mjög fjölmennir,
og kynntist Lewis peim á uppvaxtarárunum, er hann
var á ferðalögum um sveitina með föður sinum. •
Sinclair Lewis var settur í menntaskóla, en þótti
lítill námsmaður. Hins vegar vakti hann athygli fvrir
áhuga sinn á fögrum bókmenntum og fyrir að vilja
læra grísku og frönsku, en hvorugt pessara mála var
námsgrein í skólanum. Og þegar hann átti að byrja
á háskólanámi, neitaði hann ákveðið að fara i há-
skólann í Minnesota, en fór austur á bóginn og inn-
ritaðist í hinn fræga Yale-háskóla 1903 og lauk prófi
paðan 1907. Pótti hann einþykkur á þeim árum og
tók litinn pátt i stúdentalifinu.
Eins og titt er um Ameríkumenn, lagði Sinclair
Lewis gjörva hönd á margt framan af ævinni. En
hann var aldrei í vafa um, að hann ætlaði sér að
(26)