Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Blaðsíða 83
í pessu sambandi má reyndar geta þess, aö fnli-
komin þekking um dánarorsakir landsmanna fæst
þá fyrst, þegar krufningar veröa algengar. Þær eru
miklu þýöingarmeiri, en menn yfirleitt gera sér i
hugarlund.
Krabbavarnafélög. Allir kannast við berklavarna-
félög, enda eru þau komin á laggir hér á landi. Hitt
þykir kannske nýstárlegra, aö erlendis eru til öflug
krabbavarnafélög; var það fyrsta stofnað í Banda-
ríkjunum 1913, og er því réttra 20 ára. Enskumæi-
andi þjóðir nefna þetta starf cancer control. Eins og
kunnugt er, vinna berklavarnaíélög að því aö koma
í veg fyrir berkla, leita uppi berklasjúklinga á byrj-
unarstigi, veita ýmislega aöhlynningu þeim, sem ekki
eru á sjúkrahúsi, og gera ráðstafanir til að sporna
við sýkingarhættu á heimilunum.
Krabbavarnafélögin starfa á svipuöum grundvelli,
þótt ekki þurfi aö gera ráðstafanir vegna sýk-
ingarhættu. Varnirnar eru í því fólgnar að vara
almenning viö þeim ytri kringumstæðum, sem skv.
reynslu gefa tilefni til meinsemda, og taliö var
upp hér aö framan. í ööru lagi er haldið uppi al-
þýðufræöslu um byrjunareinkenni krabbameins, með
fræðandi blaðagreinum, smáritum og útvarpserindum,
ásamt tímaritaútgáfum. Allt miðar aö því, að menn
leiti sér læknishjálpar í tæka tíð. í þriöja lagi er
komið upp rannsóknastofum meö fullkomnum tækj-
um, sem veitir læknunum ómetanlega hjálp til þess
að greina sjúkdóminn sem fyrst. Og loks er létt
undir með læknum til að efla menntun sína sem
bezt í þessari vísindagrein — aö þekkja meinsemd-
irnar sem gleggst og fljótast og nota viðeigandi aö-
gerð. Rétt sjúkdómsgreining — »diagnostik« — er
eitt hið erfiðasta í sjúkdómafræðinni. Paö er oft
vandameira að þekkja rétt, hvað að sjúklingnum er,
heldur en að gera á honum uppskurð.
Áriö 1926 var kvatt saraan alþjóöaþing i Banda-
(79)