Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Blaðsíða 50
Ágúst 27. Náöi vélbátur, Veiga, frá Vestmannaeyjum
i hval á reki, óskemmdan, um 75 feta iangan, og
komst með hann til eyjanna.
— 28. Vígð nýja kirkjan á Sigluíirði.
Dm miðjan p. m. brann ibúðarhúsið í Sveins-
koti á Álptanesi. — í p. m. skipað barnaverndar-
ráð íslands. Skipaðir voru: Arngrímur Kristjáns-
son kennari, Ásmundur Guðmundsson docent og
Sigurbjðrn Á. Gíslason cand. theol., og er hann
formaður ráðsins.
Sept. 2. Vígður kirkjugarðurinn í Fossvogi hjá Rvík.
í p. m. brunnu um 100 hestar af heyi í Kal-
manstungu.
Okt. 6. Stofnað eimskipafélag Reykjavikur. Formaður
Richard Thors.
— 7., aðfn. Strandaði á Grenjaness-boða við Langa-
nes færeyskur kútter, Hafsteinn. Mannbjörg varð.
— 22. Kosinn alpm. fyrir Rvík. Kosning hlaut Pétur
Halldórsson bóksali og bæjarfulltrúi, með 5303
atkvæðum.
— 27. Sökk vélbátur, Porsteinn svörfuður, við árekst-
ur, fyrir utan Hnífsdal. Mannbjörg varð.
í p m. kom til Rvíkur fræg sigaunsk hijóm-
leikastúlka, Rozsi Cegledé, og hélt hljóroleika.
Nóv. 2. Brann ibúðarhúsið í Munaðarnesi i Stafholts-
tungum og eitthvað af innanhúss-munum. Húsið
var vátryggt, en húsgögn ekki.
— 8. Kom e. s. Hekla til Rvikur, nýkeypt, frá út-
löndum, af eimskipafélagi Reykjavíkur. —
— 10. Opnuð íslenzk málverkasýning í Osló. Lauk
”/u. —
— 11., aðfn. Miklar simabilanir í ofviðri, á Vestur-
og Suðurlandi; og loftskeytastöðin biiaði eitthvað.
— 23., aðfn. Trésmíðaskúr á Siglufirði brann svo að
rífa varð, og vélar, smiðatól o. fl., brunnu.
— 23. Fórust í stórhríð um 200 fjár á Langanesi og
Langaness-ströndum.
(46)