Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Blaðsíða 95
og var þá nœr 90 ára ganaall, og þókti tnörgum þaó
mikill mannskaði. Systir Jóns er Kristin, kona Jóns
hrepþstjóra Ormssonar i Króksfjarðarnesi; önnor
systir hans var Guðrún, kona Snæbjarnar í Sviðnuni.
2. Frá síra Birni presti í Bólstaðarhlíð.
Hann var þjónn Sveins lögmanns Sðlvasonar, eins
og síra Eggert Eiriksson i Glaumbæ. Björn var hið
mesta karlmenni. Hann átti 9 cða 10 dætur, sem
ðestar giftust prestum, og prestar eru af þeirn komnir,
og yrði það hér of langt að rita, en flestar þóktu
þær skapdeildarmiklar. Einhverju sinni á yngri ár-
um var Björn á ferð með Sveini lögmanni; komu
þeir á kirkjustað, en gleymt er mér nú, hver hann
var. Hlýddu þeir messu; sat lögmaður öðrum megiu
við altarið, en þjónar hans, Björn og Eggert, öðrum
megin. En er prestur var í stól kominn, bar svo til,
að kerling purfti að ganga úr kirkjunni til nauðsynja-
erinda sinna, og er hun kemur að huröinni, teknr
hún í læsingarjárniö og viil draga skrána upp, en
það gat hún ekki; kerling var máttlitil, en skráin
stirð, og hafði hún verið svo gerð af ásettu ráði, því
að eftir aö út kom löggjöfin nm helgihald sabbats-
dagsins, höfðu menn viðast á kirkjum skrár svo
striðar, aö ekki áttu aðrir kost á aö draga þær upp og
rápa um kirkjuna. Keriing tók nú í járnið og mæiti,
svo aö aðrir heyrðu: »Gakktu upp!« Og í annaó
sinn prífur hún í járnið með hinutn sömu orðum,
en ekkert gat hún að heldur á unnið. í priðja sinn
gripur hun í læsingarjárnið, spyrnir fótum í kirkju-
stafinn, tekst á lopt og kallar: »Ætlarðu ekki að ganga
upp, bölvuð?t« En ekki fekk hún dregið járnið. Varð
hún nú af að láta, en við pessa ofraun sáust u»
verksummerki á kirkjugólfinu. Brostu þá margir í
kirkjunni, en Björn hló upp úr og svo hátt, að allt
varð þetta hvað með öðru til hneykslis. Ea svo
miklnm átölnm sætti hann fyrir þetta af lögmamis,
(»1)