Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Blaðsíða 51
Nóv. 23. Brann tvflyft timburhús, Garðar i Skildinga-
nesi.
— 30. Var Knud Zimsen borgarstjóra í Rvik veitt
lausn frá stööunni samkv. umsókn hans, frá ára-
mótum.
Snemma í p. m. miklir vatnavextir í Núpsvötn-
um og Skeiðará. Nokkurir símastaurar fóru í
vatnavöxtunum. — í p. m. slituaöi saesíminn milli
Færeyja og íslands.
Dec. 1. Fullveldisdagurinn. Opnuð sjálfvirka síma-
stööin í Rvík og Hafnariiröi.
— 2. Simslit uröu talsverð um alit land i ofviðri,
einkum á Langanesi, og i nágrenni pess brotnuöu
32 simastaurar. — Ofsarok á Siglufirði olli miklum
skemmdum par, bæði á ljósa- og símaneti, pökum
o. fl., og sjóhús eitt fauk.
— 14. Simastöðin nýja í Rvík og Hafnarfirði, afhent
landssímanum af Albert Kvaal forstjóra Elektrisk
Bureau í Osló, sem tók að sér að setja hana upp.
— 15. Ný dráttarbraut í Rvík tekin til afnota.
— 21. Strandaði pýzkur botnvörpungur, Alexander
Rabe, á Fljótafjöru i Meðallandi. Mannbjörg varð.
— 30. Jón Porláksson alpm. kosinn borgarstjóri í
Rvik. frá '/» 1933—1. janúar 1934.
í janúar keyptir 75 minkar og hafðir á Hlöðum
hjá Ölfusárbrú.
Seint i febrúar og fram í mars var hafíss-hröngl
fyrir Vestur- og Norðurlandi. Á Siglufirði olli pað
talsverðum skemmdum á bryggjum.
Um vorið gáfu Canadabúar 25 púsund dollara,
er vera skal sjóöur, og skulu vextir hans notaðir
mest sem náms- og ferðastyrkur veittur fræði-
mönnum og háskólakennurum á tslandi, er óska
eftir visindaiðkunum eða framhaldsnámi í ein-
hverjum háskóla í Canada. — Skozkt fé, (Border-
Leicester-fé), 18 gimbur og 7 hrútar, var keypt og
sett i Perney í Kollafirði. —
(47)