Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Blaðsíða 53
Luku embættisprófi í lögfræði i háskóianum hér:
Jóhann Skaftasoo og Ragnar Jónsson, báðir með
f. einkunn. — Luku embættisprófi í læknisfræði
í háskólanum hér: Arngrímur Björnsson, Einar
Guttormsson og Kristinn Stefánsson, allir með I.
einkunn, en með II. einkunn betri: Alfreð Gísla-
son, Eypór Gunnarsson, Sveinn Pétursson og Val-
týr H. Valtýsson. — Luku heimspekiprófi f há-
skólanum hér: Helgi Hálfdanarson og Sigurður
Pálsson. — Vilmundur Jónsson landlæknir skip-
aður formaður stjórnar landsspitalans, en Guð-
mundur Guðfinnsson augnlæknir og Ólafur Por-
steinsson hálslæknir ráðnir fastir læknar hver i
sinni grein. — Sveinsprófi í rafmagnsiðn lauk
Einar Bjarnason, með mjög góðri cinkunn.
Mars 1. (?) Pórhallur Sæmundsson lögfræðingur sett-
ur Iögreglustjóri á Akranesi fyrst um sinn.
— 8. Jón Jónsson' í Firði í Seyðisfirði viður-
kenndur vararæðismaður Norðmanna par.
— 19. Séra Bergur Björnsson, settur prestur að
Breiðabólstað á Skógarströnd var skipaður par
sóknarprestur frá ’/« *• á.
Apríl 20. Séra Helgi Konráðsson að Bildudal var
skipaður sóknarprestur að Höskuldsstöðum, frá
7« s. ár. — Leifur Sigfússon tannlæknir f Vest-
mannaeyjum viðurkenndur franskur agent consul-
aire par.
— 30. Luku 51 nemandi burtfararprófi úr iðnskól-
anum og 32 úr verzlunarskólanum.
Maí 13. Porkell Jóhannesson mag. art. skipaður 1.
bókavörður i landsbókasafninu, frá ’/« s. ár.
— 23. Jón Karlsson cand med. settur héraðslæknir í
Reykjarfjarðarhéraði, frá 7« s- ár.
— 26. Fengu ráðherrarnir lausn frá embætti.
— 31. Luku meistaraprófi í íslenzkum fræðum i há-
skólanum hér: Bjarni Aðalbjörnsson og Magnús
Finnbogason, báðir með einkunninni admissus.
(49) 4