Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Blaðsíða 40
vinna íyrir sér að mestu leyti frá þvi að hann var
barn, og var því varla um skólagöngu að ræða. k
æskuárunum þótti hann ekki við eina fjölina felldur,
undi sjaldnast lengi á sama stað og stundaði þá at-
vinnu, sem bauðst í það skiptið. Pegar hann samdi
fyrstu smásögur sínar, var hann járnbrautarvörður.
Fyrsta saga hans kom út, þegar hann var 19 ára gam-
all, og hét »Leikmærin«, en árið eftir kom önnur í
tveimur bindum, og tveim árum síðar sú þriðja; lýsa
sögur þessar allar lífi umferðaleikara í Póllandi. Árið
1899 kom út »Fyrirheitna landið«, sem áður heíir
verið getið, um iðnaðarmannalifið í Lodz, og er bók-
in rituð í hreinum raunsæisstíl, og þá sögurnar
»Fyrir dögun« (1902), »Komurasati« (1903), »Úr dag-
bók« (1903) og »Stormur« (1907). Næsta ritið var svo
»Bændurnir«, eins og áður er sagt, hin ódauðlega
lýsing á lífi pólsku bændanna í fjórum bindum, sem
hann nefnir Vetur, Sumar, Vor og Haust. Pólsku
bændurnir eiga fagran minnisvarða, þar sem þessi
sögubáikur er, og lýsingin á hinu einfalda sálarlííi
þeirra, hugarfarsdyggðum og ást til ætljarðarinnar
er einn fegursti lofsöngur, sem sveitalifi hefir verið
kveðinn.
Reymont tók sér líka söguleg yrkisefni til meðferð-
ar, að hætti fyrirrennara sins, Sienkiwicz. Komu út
þrjár stórar skáldsögur þessarar tegundar eftir hann
á árunum 1913—18, en ekki hafa þær aukið á frægð
hans. Að visu var því ekki neitað, aö sögur þessar
hefði mikið bókmenntalegt gildi, en á hitt þótti bresta,
að höfundinum tækist að draga upp lifandi myndir og
skýrar af umhverfi því og háttum, sem hann vildi
lýsa. Honum var meira að segja borið á brýn, að
hann skorti stórum sögulega þekking til þess að
ráða við þessi viðfangsefni sín, og sætti hann tals-
verðum árásum fyrir þetta.
Síðasta rit Reymonts heitir »Bylting«. Pykir það
svipa talsvert til þess, að Maurice Maeterlinck hefði
(36)