Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Blaðsíða 36
stilla háði sínu í hóf, en efnismeðferðin öll lýsir stór-
gáfuðu göfugmenni, sem elskar þjóðina og agar hana,
af pvi að hann vill henni vel.
Galsworthy hefir einnig getið sér orðstír sem leik-
ritahöfundur. Og leikrit sín notaði hann, eigi síður
en sögurnar, til þess að flytja mál réttlætisins og aga
samtiðina. Hann ræðst i þeim á þjóðfélagsmeinin, sið-
ferðishugmyndirnar, dómstólana og sitt hvað annað,
og þykir sumum, að hann noti beittari vopn I leikrit-
unum en jafnvel í fyrri sögunum. Eizta leikritið, sem
frægð náði, heitir »Silfurdósirnar« (frá 1906); þá kom
»Strife« (1909) um auðvald og verkamenn, »Justice«
(1910) um réttarfarið i Englandi, »The Mob« (1914) um
stjórnmál og stefnur. Öll þessi leikrit hafa náð frægð
langt út fyrir England og sum þeirra verið leikin hér
á landi.
Pessar tvær greinir skáldskapar eru veigamestar i
ritstörfum Galsworthys. En hugur hans notaði og
annað form til þess að birtast almenningi. Þannig
ritaði hann allmikið af smásögum, og nokkrar ljóða-
bækur hafa verið gefnar út eftir hann. Og eins og
gera má ráð fyrir um mann, sem lét sér jafnannt
um samtíð sina sem Galsworthy, ritaði hann fjöldann
allan af ádeilugreinum og hugleiðingum um menn og
málefni. Hafa þær verið birtar á prenti i sérstökum
bókum.
John Galsworthy fæddist í þennan heim árið 1867
í Goombe i Surrey-héraði, sunnanvert við Tempsá.
Foreldrar hans voru rikisfólk og settu hann til mennta
í frægum skólum, fyrst í Harrow og siðan í Oxford.
Par lauk Galsworthy prófi í lögum og gerðist mála-
flutningsmaður árið 1890. En fremur var hann laus
við það starf. Málaflutningurinn gaf honum þó tæki-
færi til að kynnast ýmsu þvi, sem að öðrum kosti hefði
farið fram hjá honum, og koma honum í kynni við
ýms þau kýli þjóðfélagsins, sem hann greip óvægi-
iega á síðar. Hann ferðaðist mikið þessi árin, kynnt-
(32)