Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Blaðsíða 59
Einnig urðu skaðar og skemmdir noklcrar í Svart-
árdal, á Skaga. í Gönguskörðum, á Sauðárkróki,
Höfðaströnd, í Haganesvík, á Siglufirði, Siglunesi,
í Hrísej^ og á Látraströnd, og stakur klettur þar,
Hesturinn, féll algerlega. Skemmdir urðu og í Vest-
mannaeyjum.
Nóv. 24., aðfn. Suðvestanrok og stórbrim olli skemmd-
um á Kirkjusandi á Seltjarnarnesi, Akranesi, og í
Ólafsvík (þar brotnaði vélbátur í spón).
— 26. Kom upp eldur i rafstöðvarhúsinu í Hólmavík.
og brann vélarúmið mikið innan.
— 28. Stofnað Skipstjóra- og stýrimannafélag Reykja-
víkur.
í þ. m. var hafíss-breiða í norðaustri út af Horni.
Bjarndýrshúnn gekk á land í Aðalvík á Ströndum
og drap 2 lömb.
Des. 3. Fundust forn mannabein hjá Grafargerði á
Höfðaströnd.
— 10., aðfn. Brann stórt hús í Keflavík, en innanhúss-
munum varð bjargað.
— 19., aðfn. Snarpur landsskjálftakippur á Dalvík. —
Fram að 19/12 höfðu alltaf öðru hvoru verið lands-
skjálftahræringar þar, en eftir 19. bar fremur lítið
á þeim.
— 22. Alþingi slitið. 37 stjórnarfrumvörp voru lögð
fyrir þingið, en 108 þingmannafrumvörp. 33 stjórn-
arfrumvörp voru samþykkt og 46 þingmannafrum-
vörp, 38 þingsályktunartillögur voru bornar fram
og 22 samþykktar.
— 23. Stúdentagarðurinn vígður.
— 27,.Brann tvilyft liús á ísafirði. Engum munum
tókst að bjarga af efri hæð en öllu af neðri.
— 31. Fannst hvalur rekinn á Magnússkógafjöru í
Dalasýslu.
í þ. m. var eldur uppi i Vatnajökli.
Pessi stór skemmtiferðaskip komu til Rvíkur:
3. júlí: Carinthia, enskt. — 6. júlí: Kungsholm,
(55)