Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Blaðsíða 46
fram á fyrra forsætisráðherratíma hans og þar á eftir,
þegar hann ákvað það í nóvember 1923 að ganga til
nýrra kosninga um verndartolla, þrátt fyrir það þótt
stjórnin liefði þingmeirihluta, en ráðuneyti hans hefði
aðeins setið skamman tima að völdum. t’essum kosn-
ingum töpuðu ihaldsmenn og varð út af þessu tals-
verð rimma meðal þeirra og glundroði. Peir höfðu
áður haft 344 fulltrúa í neðri málstofunni, en fengu
nú aðeins 259, en enginn flokkur fékk hreinan meira
hluta. Pá gerðu jafnaðarmenn og frjálslyndi flokkur-
inn bandalag og Baldwin-stjórnin sagði af sér, en
MacDonald myndaði fyrstu verkamannaflokksstjórn-
ina í Englandi með stuðningi eða hlutleysi frjálslynda
flokksins undir forustu Asquith’s. Meirihluti stjórnar-
innar var ótryggur og sjálfum sér sundurþyklcur um
margt, enda varð stjórnin ekki langlíf. Hún féll eftir
niu mánuði, og í kosningunum, sem þá fóru fram,
unnu íhaldsmenn aftur fullan sigur og Baldwin varð
forsætisráðherra í annað sinn (4. nóv. 1924) og hafði
stuðning 414 ihaldsþingmanna. Við þessa"síðari stjórn-
armyndun sína beitti Baldwin allri lægni sinni og
samvinnulipurð og tókst að bræða flokkinn aftur
saman og jafna hinar gömlu deilur, með því að taka
i ábyrgðarstöður í stjórninni ýmsa gamla andstæð-
inga sína í flokknum. Pannig gerði hann Winston
Churchill að fjármálaráðherra, og Austin Chamber-
lain að utanríkisráðherra. Baldwin var nú á hátindi
veldis síns og álits, sigursæll foringi með öruggu fylgi.
Stjórn hans sat nú að völdum frá 1924 og þangað til
í júlíbyrjun 1929. En samt átti Baldwin ærið ónæðis-
samt. Kreppa og erfiðleikar steðjuðu að. Baldwin
lagði sig mjög' í íramkróka til þess að varðveita vinnu-
friðinn i landinu og til þess að koma á sáttum og'
samkomulagi milli vinnuveitanda og verkamanna.
Hann átti þá mjög erfitt aðstöðu, var tortryggður á
báða bóga, en verkamannaflokkurinn ákvað að lok-
um að beita í stjórnarandstöðu sinni, og til þess að
(42)