Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Blaðsíða 35
er ávallt soldán í Marokko, sem að nafninu til er hinn
eiginlegi forráðamaður landsins. Hann stjórnar þegn-
unum, en Frakkar honum.
Eftir þetta settist Lyautey að mestu í helgan stein
á búum sínum heima á Frakklandi. Samt kemur hann
enn við sögu. Hann var einn aðalmaður hinnar miklu
frönsku nýlendusýningar, sem haldin var í París 1931.
Sú sýning hét að vísu alþjóðasýning og margar aðrar
þjóðir en Frakkar tóku þátt í henni, en þó voru þeir
eðlilega fyrirferðarmestir.
Þó að Lyautey væri aldraður maður, er hann lét
af landstjórn, kominn um sjötugt, var starfshugur
hans ekki bugaður, en hann þjáðist af lifrarveiki, sem
dró hann til bana. Vegna sjúkleika síns gat hann
ekki gegnt öllum verkum sínum síðustu starfsárin, en
þoldi illa að láta aðra vinna fyrir sig það, sem hann
var vanur að vinna sjálfur og þótti vera sitt verlc.
»Það er skrítið, að ég skuli aldrei framar eiga að reisa
borg«, sagði hann í síðustu ræðu sinni í Marokko.
Hann hafði reist marga bæi og margar hallir, hann
hafði gerbreytt og stórum bætt samgönguleiðir lands-
ins, þar eru miklir og ágætir bílvegir og langar járn-
brautir, góðar áveitur, stórar og prýðilegar nýtízku-
hafnir, þar sem hafnleysur voru áður, blómlegar
byggðir, þar sem auðn var áður, iðandi atvinnulíf, þar
sem kyrrstaða var áður, og friður þar sem ófriður var.
Lífið og sálin í þessum breytingum var Lyautey.
Þó að Lyautey væri athafnamaður fyrst og fremst,
var hann einnig listelskur maður og bókamaður og
hefir sjálfur skrifað bækur. í æsku, meðan veikindin
öftruðu honum frá því að geta lifað eins óbundnu og
ærslafullu útilífi og unglingum er títt, vandist hann í
kyrrsetum sínum og inniverum á bóklestur. Meðal
bóka sjálfs hans má nefna hér eina, sem er safn af
ræðum hans og ávörpum og heitir »Orð athafnanna®
og lýsir honum vel. Um hann er til skemmtileg bók
eftir André Maurois. Hann andaðist 27. júlí 1934.
(31)