Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Blaðsíða 60
sænskt. — 7. júlí: Reliance, þýzkt. — 9. júlí:
Kosciuszko, pólskt. Með þvi kom sendiherra Pól-
verja i Khöfn, Sockilnicki. — 10. júlí: Lanchastria,
enskt. — 11. júlí: Veendam, hollenzkt. — 12. júli:
Rotterdam, hollenzkt. — 18. júli Arandora Star,
enskt. — Atlantis, enskt. — 24. júlí: General v.
Steuben, þýzkt. — 26. júlí: Monte Rosa, þýzkt. —
27. júlí: Lafayette, franskt. — 28. júlí: Mihvaukee,
þýzkt. — 3. ágúst: Foucauld, franskt. Meðal farþeg-
anna voru Sixten de Bourbon-Parma prinsessa og
dóttir hennar Isabella.
A árinu var stofnuð hampgerðarverksmiðja
í Rvík.
Sæsíminn milli fslands og útlanda slitnaði 4
sinnum á árinu.
[1933: 7/»: Féll skriða á tún Gullberastaða í
Lundarrevkjadal og olli miklum skemmdum].
b. Frami, embættaveizlur og embættalausnir.
1. Jan. í þ. m. var séra Jakobi Ó. Lárussyni sóknar-
presti að Holti undir Eyjafjöllum veitt lausn frá
embættinu frá */«• — Kjartan Thors framkvæmdar-
stjóri í Rvík viðurkenndur ítalskur ræðismaður á
íslandi. — W. Feght cand. juris var skipaður vara-
ræðismaður norskur í Rvík. — Magnúsi Jónssyni
prófessor í lögum við háskólann veitt lausn frá
embættinu.
Febr. 2. Páli Sigurðssyni héraðslækni i Hofsóss-héraði
veitt lausn frá embættinu frá */«• — Séra Porvarði
Porvarðssjmi sóknarpresti í Mýrdalsþingapresta-
kalli veitt lausn frá embættinu frá */«•
--11. Theódór Siemsen verzlunarmaður í Rvík
sæmdur heiðursmerki rauða krossins þýzka, i
þakklætisskyni fyrir störf hans í þágu særðra her-
manna á stríðsárunum.
— 13. Séra Magnúsi R. Jónssyni sóknarpresti að
Stað í Aðalvík veitt lausn frá embættinu frá */«. —
(56)