Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Side 35

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Side 35
er ávallt soldán í Marokko, sem að nafninu til er hinn eiginlegi forráðamaður landsins. Hann stjórnar þegn- unum, en Frakkar honum. Eftir þetta settist Lyautey að mestu í helgan stein á búum sínum heima á Frakklandi. Samt kemur hann enn við sögu. Hann var einn aðalmaður hinnar miklu frönsku nýlendusýningar, sem haldin var í París 1931. Sú sýning hét að vísu alþjóðasýning og margar aðrar þjóðir en Frakkar tóku þátt í henni, en þó voru þeir eðlilega fyrirferðarmestir. Þó að Lyautey væri aldraður maður, er hann lét af landstjórn, kominn um sjötugt, var starfshugur hans ekki bugaður, en hann þjáðist af lifrarveiki, sem dró hann til bana. Vegna sjúkleika síns gat hann ekki gegnt öllum verkum sínum síðustu starfsárin, en þoldi illa að láta aðra vinna fyrir sig það, sem hann var vanur að vinna sjálfur og þótti vera sitt verlc. »Það er skrítið, að ég skuli aldrei framar eiga að reisa borg«, sagði hann í síðustu ræðu sinni í Marokko. Hann hafði reist marga bæi og margar hallir, hann hafði gerbreytt og stórum bætt samgönguleiðir lands- ins, þar eru miklir og ágætir bílvegir og langar járn- brautir, góðar áveitur, stórar og prýðilegar nýtízku- hafnir, þar sem hafnleysur voru áður, blómlegar byggðir, þar sem auðn var áður, iðandi atvinnulíf, þar sem kyrrstaða var áður, og friður þar sem ófriður var. Lífið og sálin í þessum breytingum var Lyautey. Þó að Lyautey væri athafnamaður fyrst og fremst, var hann einnig listelskur maður og bókamaður og hefir sjálfur skrifað bækur. í æsku, meðan veikindin öftruðu honum frá því að geta lifað eins óbundnu og ærslafullu útilífi og unglingum er títt, vandist hann í kyrrsetum sínum og inniverum á bóklestur. Meðal bóka sjálfs hans má nefna hér eina, sem er safn af ræðum hans og ávörpum og heitir »Orð athafnanna® og lýsir honum vel. Um hann er til skemmtileg bók eftir André Maurois. Hann andaðist 27. júlí 1934. (31)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.