Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Qupperneq 39
komið í Ijós við þessa könnun. Sýnishorn gróðursins
eru jafnan tekin og eru þau athuguð af sérfróðum
mönnum, aðallega Þjóðverjanum Pflug. Gefur það
hugmyndir um aldur berglaganna en sér i lagi fæst nú
röðun leifanna eftir aldri og yfirlit yfir sögu hins
tertiera gróðurs hér.
Sérmælingar segulmagnsins í bergsýnishornum eru
gerðar til að sannprófa niðurstöðurnar sem fengust
úti i náttúrunni og til nákvæmrar ákvörðunar á seg-
ulásnum. Úr hverjum segulflokki eru tekin sýnis-
horn, eftir þvi sem þurfa þykir, og meðalstefna seg-
ulássins fundin. Þeir flokkar, sem þannig hafa enn
verið kannaðir, munu ná aftur á miosentíma, eða 15—
20 milljón ár til baka, og víkur segulásinn jafnan
litið frá jarðmöndli. Þetta kemur heim við mælingar
bæði í Frakklandi og Ástralíu. Raunar virðist það
vera í gildi allt til upphafs tertiertímans, þótt það sé
minna rannsakað. — Þá niðurstöðu verður að undir-
strika alveg sérstaklega, að á síðari hluta tertier-
timans, að minnsta kosti, hefur meðallega segul-
ássins sem næst verið snúningsás jarðar. Þetta bendir
sterklega til þess, að segulsviðið sé að verulegu leyti
ákvarðað af snúningi jarðar. En þá er lika sennilegt,
að svo hafi jafnan verið, og með því að kanna legu
segulássins á enn fjarlægari jarðöldum en saga ís-
lands nær yfir, megi prófa, hvort snúningsás jarðar
hafi haft aðra afstöðu en nú til landa og hafa, hvort
orðið hafi pólflutningur.
Vísindamenn á sviði forngróðurs og dýralífs hafa
lengi álitið, að pólflutningur hafi átt sér stað. Rök
þeirra eru t. d. þessi: Kol frá koltímabilinu liggja
í belti kringum jörðina og er sennilegt, að það tákni
veðráttubelti, er hafi verið samsiða miðjarðarlinu.
En beltið er engan veginn samsíða núverandi mið-
jarðarlínu. Þótt þannig sé liægt að benda á líkur fyrir
pólflutningi vantar þó sannanir, og hér gæti berg-
segulmagnið komið í góðar þarfir. Það virðist raunar
(37)