Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Síða 42
kölluð magnetoliydrodynamik og þýða mætti með
segul-vökvafræði. Það þykir nú fræðilega sannað, að
segulsvið jarðar geti átt slíkan uppruna. Enn frem-
ur, að umpólun geti átt sér stað. Einn reiknimeistari
(Chandrasekhar) hefur jafnvel ályktað, að slikt ætti
að verða á 250 þúsund ára fresti til jafnaðar og gæti
það samrýmzt niðurstöðum okkar hér á landi. ,
Á þessum grundvelli er nú einnig hægt að skilja til-
veru segulsviða i stærri stíl í himingeimnum. Sólin
hefur bæði allsherjar segulsvið svo og staðbundin
afar sterk svið kringum sólblettina. Hún er gerð úr
leiðandi lofttegundum. Miklir allsherjar straumar eru
í sólinni, þar eð hún snýst hraðar um miðbik en til
pólanna, og auk þess sýna sólblettirnir mikla, stað-
bundnari straumhvirfla, og segulsviðin verða af-
leiðing þessa.
Allsherjarsviðið er þannig, að þess gætir aðeins
fjær miðbaug en 50°. 1955 og 1956 var ástandið þann-
ig, að norðurskaut var við norður-snúningspólinn I
og suðurskaut gagnstætt. En á fyrra hluta ársins
1957 varð sú breyting, að þetta suðurskaut breyttist í
norðurskaut, án þess þó að breyting yrði á hinu fyrra
norðurskauti (Babcock). Þetta sýnir að visu, að um-
pólun hefur átt sér stað, en það leiðir jafnframt í ljós,
að við norður- og suðurpól sólar eru tveir óháðir
seglar. Fundizt hafa segulsvið á nokkrum stjörnum,
en nú verður i rauninni að álykta að þau hljóti að vera
mjög algeng þar sem snúningur, straumur og hvirflar
eru án efa mjög rikjandi fyrirbæri i heiminum og at-
hygli stjörnufræðinga hefur því á seinni árum beinzt
að segulsviðum og þeim fyrirbrigðum, er rekja mætti
til þeirra.
Þess má loks geta, að varanleg segulsvið af svona
rótum runnin koma aðeins fyrir i mjög miklu efnis-
magni, eins og er í himnhnöttum, og það er sjálfsagt
ástæðan fyrir þvi, hve seínt eðlisfræðin hefur komizt »
á snoðir um fyrirbrigðið. Hins vegar hefur tekizt að
(40)