Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Síða 87
19. jan. varði Kristján Þ. Eldjárn þjóðminjavörður
doktorsritgerð við Háskóla íslands. Fjallaði hún um
kuml og haugfé í heiðnum sið á íslandi.
Allmargir íslendingar luku prófum við erlenda há-
skóla. Björn Sigurbjörnsson lauk prófi í jurtaerfða-
fræði við háskólann i Winnipeg. Einar Björnss. og
Jón Péturss. luku prófi i dýralækningum í Osló.
Menn eru vinsamlega beðnir að senda árbókinni
upplýsingar um háskólapróf íslendinga erlendis á
undanförnum árum.
26. sept. varði Jakob Benediktsson doktorsritgerð
við Hafnarháskóla. Fjallaði hún um Arngrím lærða.
12. apríl var Sigurður Þórarinss. jarðfræðingur út-
nefndur meðlimur í konunglega danska visindafé-
laginu.
100 stúdentar voru brautskráðir úr Menntaskól-
anum i Rvik. Hæsta einkunn hlaut Jónatan Þór-
mundss., ágætiseink., 9,66. 41 stúdent var brautskráð-
ur úr Menntaskólanum á Akureyri. Hæsta einkunn
hlaut Loftur Guttormss., ágætiseink., 9,37. 27 stúdentar
voru brautskráðir úr Menntaskólanum á Laugarvatni.
Hæsta einkunn lilaut Sigurjón Helgason, I. eink., 8,88.
Úr Verzlunarskólanum i Rvílc voru brautskráðir 20
stúdentar. Hæsta eink. hlaut Sigurlaug Sæmundsd.,
ágætiseink., 7,55 (eftir einkunnastiga Örsteds). Undir
miðskólapróf (landspróf) gengu 420 nemendur, ög
hlutu 323 þeirra framhaldseinkunn. Hæstur var Þor-
geir Pálss., Rvík, ágætiseink., 9,67.
Raforkumál. Rafmagn var leitt á 242 sveitabæi frá
rafveitum ríkisins, en 56 fengu rafmagn frá einka-
stöðvum. M. a. var rafmagn frá Sogsvirkjuninni leitt
á 30 bæi i Hrunamannahreppi. Hafin var virkjun
Efra-Sogs. TJnnið var að Mjólkurárvirkjun. Fossár-
virkjun lijá Bolungavik var að mestu lokið. Unnið
var áfram að Grímsárvirkjun. Þing íslenzkra rafveitna
var haldið á Eiðum i ágúst.
Samgöngur og ferðalög. Mikið kvað að ferðalögum
(85)