Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Side 91
3,3 millj. kr. (árið áður 3,5 millj. kr.), rækjur og humar
fyrir 2,9 millj. kr. (árið áður 2,4 millj. kr.), söltuð
fiskroð fyrir 1,1 millj. kr. (árið áður 1,1 millj.
kr.).
Fundur landssambands ísl. útvegsmanna var hald-
inn í Rvik í nóv. Fiskiþing var haldið i Rvík í des.
Verklegar framkvæmdir. Fjöldi ibúðarhúsa var
byggður í Rvik. Lokið var þar byggingu 800 ibúða,
en 1400 voru í smíðum. í austurhverfum bæjarins voru
reist nokkur margra hæða stórhýsi. Neskirkja i Rvik
var vígð 14. apríl. Unnið var að byggingu Langholts-
kirkju í Rvík og félagsheimilis Langholtssafnaðar, og
vann erlendur vinnuflokkur frá alkirlcjuhreyfingunni,
um 20 manns, að henni um sumarið. Hafin var bygg-
ing Háteigskirkju i Rvík. Unnið var að byggingu lsirkju
óháða safnaðarins í Rvík. Unnið var að byggingu kirkju
og safnaðarhúss Hvitasunnusafnaðarins í Rvik. —
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur var formlega vígð 2.
marz. Unnið var að stækkun Landsspitalans og mikl-
um viðbyggingum við Landakotsspítala. Hafin var
bygging blindraheimilis í Rvik. — Miklar umbætur
voru gerðar á húsi Menntaskólans í Rvik. Hafin var
bygging hins nýja kennaraskólahúss í Rvik. Unnið var
að byggingu Breiðagerðisskóla og Hagaskóla og gagn-
fræðaskólahúss við Réttarholtsveg. Minjasafn Reykja-
vikur var opnað í Árbai við Rvik, og ýmsar umbætur
voru gerðir á húsinu þar. Dvalarheimili aldraðra sjó-
manna, Hrafnista, var tekið til afnota 2. júní. Enn
var þó unnið að ýmsum framkvæmdum þar. Sjómanna-
hús fyrir Færeyinga var tekið til afnota í Rvik. Unnið
var að hinu nýja Búnaðarfélagshúsi í Rvík og enn
var unnið að húsi Fiskifélags íslands. Lokið var gerð
íþróttavallar í Laugardal í Rvík og hafin gerð sund-
laugar i Vcsturbænum. Þrír nýir leikvellir voru
gerðir i Rvik. Unnið var að lagningu hitaveitu i
Hlíðahverfi og borað eftir heitu vatni i Höfðahverfi
í Rvik. Unnið var að byggingu sorphreinsunarstöðvar
(89)