Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 42
REIKISTJ ÖRNURNAR 1975
A eftir hverjum mánuði i dagatalinu (bls. 4-27) eru upplýsingar
sem eiga að gera mönnum auðveldara að þekkja reikistjömumar.
Þótt útreikningamir séu miðaðir við Reykjavík, má yfirleitt nota
niðurstöðumar annars staðar á Iandinu án mikillar skekkju, nema
tölumar sem sýna hvenær reikistjömur eru í hásuðri. Þær þarf að
leiðrétta um 4 mínútur fyrir hverja gráðu sem munar á lengd staðar-
ins og lengd Reykjavíkur (sjá töflu á bls. 47).
Reikistjömumar eru hnettir sem ganga umhverfis sólina á sama
hátt og jörðin. Eins og nafnið bendir til, reika þær til á himninum
miðað við aðrar stjömur (fastastjömumar). Það er nálægð reiki-
stjamanna sem veldur því að hreyfingar þeirra verða svo áberandi á
himinhvolfinu. Annað einkenni reikistjamanna er það, að skin þeirra
sýnist kyrrara en skin fastastjamanna. Reikistjömumar er ávallt
að finna nálægt sólbrautinni, og fylgja þær því nokkum veginn
stjömumerkjum dýrahringsins.
Merkúríus (5) er aldrei langt frá sólu og sést því helst lágt á
himni í sólarátt nokkru eftir sólsetur eða fyrir sólampprás. Hann
er lengst í austur frá sólu 23. janúar, 17. maí og 13. september,
en lengst í vestur 6. mars, 4. júlí og 25. október. Bestu skilyrðin
til að sjá hann verða eftir sólarlag dagana fyrir og um 23. janúar
(sjá bls. 5) og 17. maí (bls. 13) og fyrir sólarupprás dagana um
og eftir 25. október (bls. 23). í öll skiptin er reikistjarnan Venus
sýnileg um sama leyti og í svipaðri átt, en hún er miklu bjartari en
Merkúríus.
Venus (?) er auðþekkt, vegna þess að hún er bjartari en nokkur
önnur stjama. Hún er kvöldstjama fyrri hluta árs, verður áberandi
eftir sólsetur í suðvestri, þegar líða tekur á janúar, og heldur síðan
áfram að hækka á lofti og fjarlægjast sól. í aprílmánuði kemst hún
hæst við sólarlag og er þá 26° yfir sjóndeildarhring í Reykjavík.
Frá 2. maí til 22. maí er Venus svo norðarlega á himinhvelfingunni,
að hún gengur ekki undir sjóndeildarhring í Reykjavík (er pólhverf).
Hinn 27. ágúst gengur Venus milli jarðar og sólar yfir á morgun-
himin og verður áberandi þar að áliðnum september og allt til árs-
loka. Hún kemst hæst 29° yfir sjóndeildarhring við sólarupprás í
Reykjavík síðla í október.
Mars (<J) er vestan við sól fyrri hluta árs, en sést þá ekki frá
íslandi. Þegar dimmir að hausti, verður hann sýnilegur á morgun-
himninum, allhátt á lofti og ámóta bjartur og björtustu fasta-
stjömur. Mars ber rauðleitan blæ, sem greinir hann frá öðrum
reikistjömum. Bjartastur verður hann um miðjan desember, en þá
er hann næst jörðu og í hásuðri um lágnættið. Frá 24. nóvember til
ársloka er hann pólhverfur í Reykjavík (sest ekki).
Mars gengur úr hrútsmerki yfir í nautsmerki í byrjun ágúst og
reikar síðan áfram til austurs. Hinn 1. september er hann 4° fyrir
(40)