Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 143
Kvikmyndir. Brekkukotsannáll var frumsýndur í
vesturþýska sjónvarpinu í febrúar. Gerðar voru
heimildarkvikmyndir um Vestmannaeyjagosið, og
var ein þeirra sýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð
í Atlanta í Bandaríkjunum um sumarið, og var hún
valin ein af þremur bestu heimildarkvikmyndum úr
hópi tvö þúsund kvikmynda á hátíðinni.
Listamannaverðlaun. í febrúar hlaut Ólafur Jó-
hann Sigurðsson silfurhestinn, bókmenntaverðlaun
dagblaðanna. I apríl fengu þessir listamenn starfs-
laun: Borgar Garðarsson leikari, Einar Bragi Sig-
urðsson rithöfundur, Eyborg Guðmundsdóttir list-
málari, Eyjólfur Einarsson listmálari, Hildur Há-
konardóttir listvefari, Jóhannes Helgi Jónsson rit-
höfundur, Jónas Tómasson tónskáld og Ólafur H.
Símonarson rithöfundur. í maí fengu þessir rithöf-
undar laun úr Rithöfundasjóði: Agnar Þórðarson,
Gunnar M. Magnúss, Ingólfur Kristjánsson, Matt-
hías Jóhannessen, Snorri Hjartarson, Stefán Hörð-
ur Grímsson og Þuríður Guðmundsdóttir. í júlí hlaut
Baldvin Halldórsson silfurlampa leikgagnrýnenda,
en hann afþakkaði verðlaunin. í desember fengu
Halldór Stefánsson, Ingimar Erlendur Sigurðsson
og Þórunn Elfa Magnúsdóttir verðlaun úr Rithöf-
undasjóði Ríkisútvarpsins.
Málefni Selfoss. 28. október fóru fram á Selfossi
atkvæðagreiðslur um tvö mál. Annað var, hvort
Selfoss skyldi leita eftir kaupstaðarréttindum, og
var það fellt. Hitt var það, hvort Selfosshreppur
skyldi kaupa jörðina Votmúla í Sandvíkurhreppi, en
um það höfðu staðið miklar deilur. Kaupin á jörð-
inni voru felld.
Olíumengun. 18. ágúst brast öryggisloka í olíu-
(141)