Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 86
Bolungarvík.............. 999 (1001)
Patreksfjörður .... 995 ( 983)
Ölfus ...................... 991 ( 971)
Hveragerði ................. 990 ( 887)
Eskifjörður........... 966 ( 923)
Egilsstaðir ................ 821 ( 796)
Vopnafjörður .... 816 ( 795)
Eyrarsveit ................. 758 ( 724)
Blönduós.............. 757 ( 728)
Búðir (Fáskrúðsfjörður) . 735 ( 727).
Fámennustu hrepparnir voru Múlahreppur, A.-Barð.,
með 25 íbúa, Selvogshreppur, Árness., með 26 íbúa,
Fjallahreppur, N.Þing., með 26 íbúa, Ketildalahrepp-
ur, V.-Barð., með 32 íbúa, Klofningshreppur, Dalas.,
með 36 íbúa, Fellshreppur, Skagaf., með 36 íbúa,
Fróðárhreppur, Snæf., með 39 íbúa, Snæfjallahrepp-
ur, N.-ís., með 39 íbúa og Mjóafjarðarhreppur, S.-
Múl., með 39 íbúa.
Iðnaður.
Enn sem fyrr átti iðnaðurinn við talsverða erfið-
leika að etja, en miklar framkvæmdir voru þó í iðn-
aðarmálum. Álverksmiðjan í Straumsvík framleiddi
um 72 000 lestir (árið áður 59 000). Hreinsitæki voru
sett upp í álverksmiðjunni, og voru þau fundin upp
af Jóni Þórðarsyni á Reykjalundi. Sementsverk-
smiðjan á Akranesi framleiddi um 136 000 lestir.
Mikið kvað að skipasmíðum. Fyrsta skuttogaran-
um, sem smíðaður er á íslandi, var hleypt af stokk-
unum í júnílok. Var hann smíðaður í skipasmíða-
stöðinni Stálvík í Garðahreppi fyrir Siglfirðinga og
hlaut nafnið Stálvík. Hafin var smíð annars skut-
togara í Stálvík, og tveir skuttogarar voru í smíð-
(84)