Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 181
„Nei, ekki alveg. Ég spurði, og hún svaraði."
„Afbragð! Mjög ánægjulegt að heyra. Mér hitn-
ar um hjartaræturnar. En þú hefur þó ekki gleymt
að spyrja um stjórnmálaskoðanirnar?“
„Nei, ég mundi eftir því líka. Hún er demókrati,
maðurinn hennar er repúblikani, en þau eru bæði
í hvítasunnusöfnuði."
„Maðurinn hennar! Er þessi krakki giftur?“
„Krakki! Hún er enginn krakki. Já, hún er gift,
og maðurinn hennar er þarna með henni.“
„Á hún nokkur börn?“
„Já, sjö og hálft.“
„Ha, það er ómögulegt."
„Nei, það er rétt. Hún sagði mér það sjálf.“
„Já, en sjö og hálft! Hvernig ferðu að fá þetta
hálfa barn?“
„Jú, það er bam, sem hún átti með öðrum manni,
ekki þessum, heldur öðmm, svo að það er eins konar
stjúpbam og ekki reiknað sem heilt.“
„Öðrum manni! Hefur hún verið gift áður?“
„Já, fjómm sinnum. Þetta er sá fjórði.“
„Ég trúi ekki einu einasta orði af þessu. Ekkert
af þessu getur átt sér stað. Er strákurinn þarna
bróðir hennar?“
„Nei, þetta er sonur hennar. Það er sá yngsti.
Hann er stór eftir aldri. Hann er aðeins á tólfta
árinu.“
„Þetta er eintóm endemis vitleysa allt saman.
Ekkert af því getur staðist. Og þetta er skemmti-
legt fyrir þig eða hitt þó heldur. Fólkið hefur séð
á svipnum á þér, að öllu var óhætt, og logið þig svo
kengfullan. Það hefur ekki mistekist. Jæja, ég er
bara himinlifandi yfir, að mér skuli ekki vera bland-
að í málið. Það væri ekkert þokkalegt, ef það héldi,
(179)