Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 122
egi um sumarið í boði norskra stjórnvalda, hálfan
mánuð hver hópur.
Verklegar framkvæmdir.
Brýr. Smíðaðar voru 35 brýr lengri en fjórir metr-
ar, og voru 20 þeirra lengri en átján metrar. Meðal
áa, sem brúaðar voru, voru Leirvogsá við Leirvogs-
vatn, Geitá í Hálsasveit, Langá á Mýrum, Vatns-
holtsá og Gríshólsá á Snæfellsnesi, Glerá í Dala-
sýslu, Melrakkadalsá, Laxá, Hallá og Hrafná í Húna-
vatnssýslu, Djúpá á Ljósavatnsskarði, Mýraá í
Reykjahverfi, Naustá í Núpasveit, Hölkná á Vopna-
fjarðarheiði, Lagarfljót við Lagarfossvirkjun, Mið-
húsaá á Fjarðarheiði, Þjórsá við Sandfell og Hvítá
í Árnessýslu við Hvítárvatn. Mest kvað þó að brúar-
smíðum í Skaftafellssýslu í sambandi við lagningu
hringvegarins. Þar var auk smærri brúa unnið að
smíð brúa á Súlu, Blautukvísl, Gígju, Sæluhúsavötn
og Skeiðará. Brúin á Skeiðará er rúmir 900 metrar
á lengd, og er hún lengsta brú á íslandi.
Hafnir. Umbætur voru gerðar á ýmsum höfnum
suðvestanlands til að skapa aðstöðu fyrir báta, sem
urðu að flýja Vestmannaeyjar, einkum í Þorláks-
höfn og Grindavík. Unnið var að undirbúningi að
miklum hafnarframkvæmdum á þessum slóðum.
Annars var unnið að hafnarframkvæmdum víða um
land, t. d. á Akranesi, Bolungarvík og Isafirði.
Ýmsar framkvæmdir voru við Sundahöfn í Reykja-
vík. Unnið var að undirbúningi að miklum breyt-
ingum á gömlu höfninni í Reykjavík.
Sími. Ný sjálfvirk símstöð með 2000 númerum
var tekin til notkunar í Breiðholtshverfi í Reykja-
vík í mars. Sjálfvirkar símstöðvar tóku til starfa
(120)