Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 45
GERVITUNGL
Mikill fjöldi gervitungla sveimar nú stöðugt umhverfis jörðina.
Ef góðum handsjónauka er beint að stjörnuhimninum eftir að dimmt
er orðið, líður sjaldnast á löngu þar til eitthvert þessara gervitungla
ber fyrir augu, líkast daufri stjörnu sem fer hraðbyri yfir himin-
hvolfið. Eitt þeirra tungla, sem sýnileg eru frá íslandi, sést auðveld-
lega með berum augum. Er það hnötturinn Pageos, sem skotið
var upp árið 1966. Pageos er 30 metra breiður plastbelgur af svipaðri
gerð og Echo (sjá Almanak 1970, bls. 26). Pageos gengur umhverfis
jörðu á réttum þremur klukkustundum. Meðalhæð hans frá jörðu er
4200 km, og þar sem brautin liggur aðeins 4° frá heimskautunum,
sést Pageos greinilega frá íslandi í hverri umferð þegar dimmt er og
stjömubjart. Vegna fjarlægðar sýnist hann fremur hægfara og er
tæpa klukkustund að fara yfir þveran himin. Að birtu til er hann
álíka og pólstjarnan eða ívið daufari, eftir því hve langt hann er í
burtu og hvernig hann snýr við sól. Pageos hefur einkum verið
notaður við landmælingar.
SÓLIN OG DÝRAHRINGURINN
Sólbraut nefnist baugur sá, er sólin virðist fara eftir á árgöngu
sinni meðal fastastjamanna. Þeim fastastjömum, sem næst eru
sólbraut, var í fomöld skipað í 12 stjömumerki, sem kennd voru
við hrút, naut, tvíbura, krabba, ljón, mey, vog, sporðdreka, bog-
mann, steingeit, vatnsbera og fiska. Myndimar í hægri og vinstri
hlið umgerðarinnar á forsíðu almanaksins eru táknmyndir þessara
stjömumerkja, sem í heild bera nafnið dýrahringur. Auk sólarinnar
ganga tungl og reikistjömur ávallt nálægt sólbraut, og fylgja þessir
himinhnettir því stjörnumerkjum dýrahringsins. Merki þessi voru
snemma talin mikilvæg í sambandi við stjörnuspár, og gætir þessa
enn á vorum dögum. í stjömuspáfræðinni er látið svo heita, að sólin
gangi inn í hrútsmerki 21. mars, og að merkin séu öll jafn stór,
þannig að sólin sé réttan mánuð að ganga gegnum hvert merki.
Hvorugt er rétt, ef miðað er við hin eiginlegu stjömumerki. Á dögum
Fom-Grikkja, er mótuðu stjörnuspákerfi dýrahringsins, gekk sólin
að vísu í hrútsmerki um vorjafndægur eða því sem næst. En hægfara
pólvelta jarðar hefur valdið því, að sólin er nú í fiskamerki um
vorjafndægur og gengur ekki í hrútsmerki fyrr en mánuði síðar.
Sé miðað við þær alþjóðlegu markalínur stjömumerkja, sem
nú eru notaðar í stjömufræði, gengur sólin nú inn í stjömumerkin
nokkum veginn sem hér segir: í hrútsmerki 18. apríl, nautsmerki
14. maí, tvíburamerki 21. júní, krabbamerki 20. júlí, ljónsmerki
10. ágúst, meyjarmerki 16. september, vogarmerki 30. október,
sporðdrekamerki 23. nóvember, naðurvaldamerki 30. nóvember,
bogmannsmerki 18. desember, steingeitarmerki 19. janúar, vatns-
beramerki 16. febrúar og fiskamerki 12. mars. Dagsetningarnar
breytast að jafnaði um einn dag á hverri öld.
(43)