Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 77
Islands. í desember var Benedikt Sigurjónsson kjör-
inn forseti Hæstaréttar frá 1. janúar 1974 til 31.
desember 1975, en Magnús Þ. Torfason varaforseti.
Allmargir Islendingar réðust til starfa erlendis.
Sjö íslendingar voru ráðnir til starfa hjá samvinnu-
samtökum í Kenyu og Tanzaníu. Séra Bernharður
Guðmundsson var ráðinn til starfa við útvarpsstöð
lútherska heimssambandsins í Etíópíu.
Fulltrúar erlendra ríkja.
Sendiherrar. Nýr sendiherra Noregs, Olav Lydvo,
afhenti forseta Islands skilríki sín 5. febrúar. Fyrsti
sendiherra Þýska alþýðulýðveldisins á íslandi, P.
Hintzmann, afhenti skilríki sín 27. febrúar. Nýr
sendiherra Rúmeníu, G. Ploesteanu, afhenti skilríki
sín 3. apríl. Hinn 11. apríl afhenti nýr sendiherra
Grikklands, N. Broumas, skilríki sín. Nýr sendi-
herra Finnlands, O. Munkki, afhenti skilríki sín 18.
júní. Sama dag afhenti nýr sendiherra írlands, D.
P. Waltron, skilríki sín. Sama dag afhenti nýr sendi-
herra Austurríkis, dr. A. Rittbauer, skilríki sín. Nýr
sendiherra Frakklands, J. P. de Latour, afhenti skil-
ríki sín 22. júní. Hinn 22. ágúst afhenti nýr sendi-
herra Tanzaníu, M. M. J. S. Lukumbuzya, skilríki
sín. 23. ágúst afhenti nýr sendiherra Sovétríkjanna,
J. A. Kiritsjenko, skilríki sín. 7. september afhenti
nýr sendiherra Danmerkur, Sven Aage Nielsen, skil-
ríki sín. 7. september afhenti nýr sendiherra Túnis,
A. Chaker, skilríki sín. Nýr sendiherra Egyptalands,
Gamal Naguib, afhenti skilríki sín 25. október. Hinn
1. nóvember afhenti nýr sendiherra Mexikó, A. S.
Sodi, skilríki sín.
Ræðismenn. 19. janúar var Óskar Helgason við-
(75)