Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 43
norðan (ofan) stjörnuna Aldebaran, sem einnig er rauðleit og er
bjartasta fastastjama í merkinu. Um miðjan október er Mars kominn
inn fyrir mörk tvíburamerkis. Hinn 6. nóvember snýr hann við
og reikar hægt til vesturs og er kominn aftur í nautsmerki fyrir
nóvemberlok.
Júpíter (2j-) er kvöldstjama í ársbyrjun, en nálgast sól og lækkar
á lofti uns hann hættir að sjást í öndverðum marsmánuði. í febrúar
verður hann í grennd við Venus, sem er mun bjartari. Um haustið
er Júpíter morgunstjama, hátt á lofti og áberandi. Hann er í
gagnstöðu við sól hinn 13. október og þá I hásuðri um lágnættið.
Það sem eftir er ársins er hann bjartasta stjaman á kvöldhimninum.
Júpíter er I vatnsberamerki í byrjun árs á austurleið, og er kominn
í fiskamerki í febrúar. Um haustið er hann enn í fiskamerki og
heldur sig þar til ársloka. Fjögur stærstu tungl Júpíters eru sýnileg í
litlum sjónauka, en sjaldan öil í einu. Þau eru svo björt, að þau
myndu sjást með berum augum, ef þau væru ekki svo nærri Júpíter.
Satúrnus (h) er gegnt sólu í ársbyrjun (6. jan.) og þá hátt í suðri
um Iágnættið. Er hann síðan kvöldstjama til vors, álíka bjartur og
björtustu fastastjömur. Hann gengur bak við sól 15. júlí og er
morgunstjama til ársloka.
Satúmus er í tvíburamerki fyrri hluta árs, en gengur inn í krabba-
merki í ágúst og er í því merki það sem eftir er ársins. I góðum
sjónauka sjást hinir frægu hringir Satúmusar, sem auðkenna hann
frá öðmm reikistjömum. Halli hringanna í átt frá jörðu fer nú
minnkandi og er um 24° í ársbyrjun en 21° í árslok. Hallinn náði
síðast hámarki árið 1973 og var þá 27°. Stærsta tungl Satúrnusar,
Títan, sést í Iitlum stjömusjónaukum. Birtustig þess er nálægt +8,5.
Uranus ($) er í meyjarmerki allt árið, skammt austan við björtustu
stjömuna í merkinu (Spíku). Hann er I gagnstöðu við sól 21. apríl,
en verður tæplega fundinn án sjónauka, því að birtustigið er um
+5,5. Staða Uranusar í stjömulengd (a) og stjömubreidd (8) verður
sem hér segir:
a 8 a 8
Dags. h m o Dags. h m O
1. jan. 14 00 -11,6 1. sept. 13 51 -10,9
1. febr. 14 02 -11,8 1. okt. 13 57 -11,4
1. mars 14 01 — 11,7 1. nóv. 14 04 -12,1
1. apríl 13 57 -11,4 1. des. 14 11 -12,7
1. maí 13 53 -11,0 1. jan. 14 17 -13,2
Neptúnus (+) er í merki naðurvalda allt árið, sunnarlega í sól-
brautinni og því lágt á lofti. Birtustig hans er um +8, svo að hann
sést aðeins í sjónauka.
Plútó (E) er allt árið í meyjarmerki, í grennd við stjömuna g
(Epsilon). Birtustig Plútós er nálægt +15, svo að hann sést aðeins í
stómm stjömusjónaukum.
(41)