Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 48
Reikistjörnurnar (frh.)
Lengd dagsins í jarðneskum dögum: Merkúríus 176 (meðaltal).
Venus 117. Jörðin 1,00. Mars 1,03. Júpíter 0,41 (við miðbaug).
Satúmus 0,43 (við miðbaug). Úranus 0,45. Neptúnus 0,66. Plútó 6,4.
Fjöldi tungla: Merkúríus 0. Venus 0. Jörðin 1. Mars 2. Júpíter 12.
Satúmus 10. Úranus 5. Neptúnus 2. Plútó 0.
Vetrarbrautarkerfið.
Breidd: 100 þúsund ljósár (1 ljósár = 9,5 milljón milljón km).
Fjarlægð sólar frá miðju vetrarbrautarinnar: 30 þúsund ljósár.
Brautarhraði sólar um miðju vetrarbrautarinnar: 250 km/s.
Umferðartími sólar um miðju vetrarbrautarinnar: 200 milljón ár.
Meðalfjarlægð milli stjama í vetrarbrautinni: 5 ljósár.
Fjöldi stjama í vetrarbrautinni: hundrað þúsund milljónir.
Alheimurinn.
Meðalfjarlægð milli vetrarbrauta: 5 milljón ljósár.
Útþensla alheimsins: 17 km/s fyrir hver milljón ljósár.
Fjarlægðin til endimarka hins sýnilega heims: 15 þús. milljón ljósár.
Fjöldi vetrarbrauta í hinum sýnilega heimi: hundrað þúsund
milljónir.
Aldur alheimsins: 15 þúsund milljón ár.
TAFLA UM HNATTSTÖÐU, LOFTLÍNU, TÍMAMUN OG
SÓLARGANG
í töflunni á næstu síðu er greind hnattstaða 40 staða á landinu
auk Reykjavíkur, fjarlægð staðanna frá Reykjavík eftir loftlínu,
tímamunur sá, sem svarar til lengdarmunarins frá Reykjavík, og
lengd stysta og lengsta sólargangs (á vetrar- og sumarsólstöðum).
Hnattstaðan hefur verið ákvörðuð eftir Herforingjaráðskortunum.
í almanaki fyrir 1970, bls. 27, er nánar tilgreint við hvaða punkt er
miðað á hverjum stað.
Tímamunurinn segir til um, hve langur tími líður frá því að sól
(eða stjama) er í suðri í Reykjavík, þar til hún er í suðri á hinum
tiltekna stað.
Dœmi: Á sumarsólstöðum er sól í hásuðri í Reykjavík kl. 13 29.
Tímamunurinn fyrir Egilsstaði er —30 mín. Þá er sól í hásuðri
á Egilsstöðum kl. 13 29 —30 mín. = kl. 12 59. Taflan gildir fyrir
sól og stjömur. Þegar um tunglið er að ræða, er tímamunurinn
hins vegar örlítið meiri (sbr. töflu I á bls. 36), svo að hækka þarf
um 1 mínútu þær tölur, sem merktar eru með * í töflunni.
Lengd sólargangs reiknast frá sólarupprás til sólarlags skv.
skilgreiningu á bls. 34. Eyða í töflunni merkir, að sól sé á lofti
allan sólarhringinn á sumarsólstöðum.
(46)