Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 108
Páll Skúlason doktorsritgerð við háskólann í Lou-
vain í Belgíu. Fjallaði hún um heimspeki Pauls
Ricoeurs.
Stúdentspróf. 764 stúdentar voru brautskráðir
(árið áður 740). Af þeim voru 188 frá Menntaskól-
anum í Reykjavík (árið áður 301), frá Menntaskól-
anum við Hamrahlíð 129 (146), frá Menntaskólan-
um við Tjörnina 159 (stúdentspróf í fyrsta sinn),
frá Menntaskólanum á Akureyri 120 (122), Mennta-
skólanum á Laugarvatni 40 (24), Verslunarskóla
íslands 57 (57), Kennaraháskóla íslands 71 (90).
Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Snæbjörn Frið-
riksson, Menntaskólanum á Akureyri, ágætisein-
kunn 9,66.
Landspróf. Undir landspróf miðskóla gengu 1627
nemendur (árið áður 1548). Af þeim hlutu 1050
framhaldseinkunn (árið áður 1006). Hæstur á lands-
prófi var Sveinn Guðmundsson, Ármúlaskóla,
Reykjavík, ágætiseinkunn 9,8.
Raforkumál.
Tölvustýrt stjórnkerfi var tekið upp hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Nýja Búrfellslínan var
tekin í notkun í febrúar. I ágúst hófust stórfram-
kvæmdir við Sigölduvirkjun, og tók júgóslafneskt
fyrirtæki framkvæmdina að sér. Áætlað er, að Sig-
ölduvirkjun verði lokið í árslok 1976. Verður hún
150 megawött. Stíflað verður fyrir gljúfrið og hraun-
ið ofan við Sigöldu og vatninu veitt í aðrennslis-
skurð og þaðan um þrýstivatnspípur að stöðvarhúsi,
sem grafið er inn í hlíðina neðan við Sigöldu norð-
(106)