Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 177
því að vera að sleppa úr kröggunum og ég ætlaði
að fara að kveðja, þegar stúlkan sagði:
„Það er bara eitt, sem ég er alltaf að brjóta heil-
ann um.“
„Nú, hvað er það?“
„Það er nafnið á barninu, sem dó. Hvað sögðuð
þér aftur, að það hefði heitið?“
Nú var það svart. Ég var búinn að steingleyma
nafninu, því að mér hafði ekki dottið í hug, að ég
þyrfti að nota það nema einu sinni. En hvað um
það, ég varð a. m. k. að látast muna það, svo að
ég sagði:
„Jósep William.“
Unglingurinn við hliðina á mér skaut inn leið-
réttingu:
„Nei, hann hét Tómas Hinrik.“
Ég þakkaði honum — munnlega — og sagði með
skjálfandi röddu:
„Já, auðvitað. Ég var að hugsa um annað barn,
sem ég skírði einu sinni, -— ég hef skírt svo mörg,
að mér hættir við að rugla þeim saman. Nei, þetta
barn var skírt Hinrik Tómas.“
„Tómas Hinrik,“ greip strákurinn aftur fram í,
og ég þakkaði honum lítillega fyrir og sneri mér
svo að vinkonu minni.
„Tómas Hinrik, já, auðvitað hét vesalingurinn
Tómas Hinrik. Hann var skírður eftir Tómasi hérna,
Tómasi Carlyle, rithöfundinum mikla, eins og þér
vitið, og svo honum Hinrik, hérna, honum Hinrik,
honum Hinrik 8. Já, foreldrarnir voru ákaflega
ánægðir með nöfnin, bæði Tómas og Hinrik.“
„Þá verður þetta nú allt saman enn þá undar-
legra en áður,“ sagði stúlkan.
(175)