Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 172
að ég hafði á réttu að standa. Ég var rétt að segja
honum, að þér mynduð kannast við mig aftur og
koma hérna yfir að borðinu til okkar. Já, það var
reglulega gaman, að þér skylduð koma. Mér hefði
þótt það ákaflega leiðinlegt, ef þér hefðuð farið út
án þess að þekkja mig. Fáið yður sæti, gjörið svo
vel. Já, en hve þetta er undarlegt. Ég bjóst síst við
að hitta yður hér af öllum, sem ég þekki.“
Ég varð agndofa af undrun. Hausinn á mér gal-
tæmdist þegar af allri skynsamlegri hugsun, og ég
álpaðist niður á stól, eftir að hafa heilsað öllum
með handabandi. Já, það veit hamingjan, að ég hef
aldrei komist í hann jafn krappan. Reyndar kann-
aðist ég nú óljóst við andlit stúlkunnar, en ég gat
ekki komið því fyrir mig, hver hún var né hvar ég
hafði séð hana áður. Ég leitaðist því við að hefja
samræður um Sviss, landslagið og veðrið, svo að
hún færi ekki að tala um eitthvað, sem kæmi upp
um mig, en það bar engan árangur, því að hún
kúventi strax og fór að rif ja upp gamlar minningar.
„Já, kæri vinur, munið þér eftir nóttinni voða-
legu, þegar brotsjórinn tók bátana fyrir borð?“
„Já, hvort ég man,“ sagði ég, en auðvitað mundi
ég ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég óskaði, að brot-
sjórinn hefði skolað burtu stýrinu, skorsteininum
og skipstjóranum, því að þá hefði ef til vill verið
von til þess, að ég hefði munað eitthvað.
„Já, og munið þér ekki, hve vesalings María var
óskaplega hrædd? Og hvílíkur grátur!“
„Já, það man ég vel,“ sagði ég. „Hamingjan
góða, hvað þetta stendur allt lifandi fyrir hugskots-
sjónum mínum!“
Bara að ég hefði haft rétt að mæla, en það var
nú eitthvað annað. Minnið var eins og rökuð hrúts-
(170)