Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 88
Útflutningur á íslenskum iðnvarningi í millj. kr.
(í svigum tölur frá 1972):
Á1 4441,3 (2716,0)
Prjónavörur úr ull . . 261,9 ( 210,6)
Kísilgúr 248,8 ( 194,1)
Ullarlopi og ullarband . 100,2 ( 46,0)
Ullarteppi 84,4 ( 68,5)
Ýmsar iðnaðarvörur voru fluttar út fyrir 250,1 millj.
kr. (149,3 millj. kr.). Frímerki voru flutt út fyrir
34,5 millj. kr. (32,6 millj. kr.), gömul skip fyrir
89,3 millj. kr. (54,6 millj. kr.) og gamlir málmar
fyrir 38,9 millj. kr. (13,2 millj. kr.).
íþróttir.
Badminton. Meistaramót íslands í badminton fór
fram í Reykjavík um mánaðamótin apríl—maí, og
varð Haraldur Kornelíusson íslandsmeistari. Lands-
leikur íslendinga og Norðmanna fór fram í Reykja-
vík í febrúar, og unnu Norðmenn. í nóvember tóku
íslendingar þátt í badmintonmóti Norðurlanda í
Helsinki og töpuðu öllum leikjunum.
Borðtennis. íslandsmót í borðtennis fór fram í
Reykjavík um mánaðamótin apríl—maí. Hjálmar
Aðalsteinsson varð Islandsmeistari í karlaflokki,
Guðrún Einarsdóttir í kvennaflokki og Gunnar
Finnbjörnsson í unglingaflokki. íslendingar háðu
landskeppni við Færeyinga í apríl í Færeyjum, og
unnu þeir hana, en í október fór aftur fram lands-
keppni milli sömu þjóða, og unnu þá Færeyingar.
íslenskt lið tók þátt í Norðurlandamóti í Randers
í Danmörku í nóvember. Kínversk sveit sýndi borð-
tennis hér á landi í desember. Þá fór einnig fram
(86)