Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 179
Sæt irnar tókust strax, og svo gekk ég yfir til
Harris og sagði við hann:
„Þarna sérðu nú, hvað viðmótsþýður hæfileika-
maður getur gert.“
„Nei, ég sé, hvað heimskingi og einfeldningur get-
ur gert. Ég hef aldrei vitað mann með réttu ráði
haga sér eins og þú hefur gert. Ráðast á bráðókunn-
ugt fólk og kvelja það í hálftíma með einhverju
froðusnakki! Hvílík ósvífni! Hvað sagðirðu við
fólkið?“
„O, ég sagði nú svo sem ekkert ljótt. Ég spurði
stúlkuna aðeins að nafni.“
„Ég efast ekkert um það. Það var svona rétt
eftir þér. Verst, að ég skyldi taka í mál, að þú færir
þarna yfir og yrðir þér til minnkunar, en ég trúði
aldrei, að þér væri alvara. Hvað heldurðu, að fólkið
hugsi um okkur? En hvernig spurðirðu að þessu,
ég á við, þú hefur þó líklega hagað orðum þínum
kurteislega, var það ekki?“
„Jú, auðvitað gætti ég þess. Ég sagði rétt si
svona: Mig og vin minn langar til að vita, hvað þér
heitið, ef yður væri sama.“
„Já, þetta var auðvitað ósköp kurteislegt, og orða-
lagið ákaflega fágað og þér til mikils sóma. Mér
þykir innilega vænt um, að þú minntist á mig, það
er mjög gaman fyrir mig. En hvað gerði hún svo?“
„Nú, ekki neitt, nema hún sagði mér, hvað hún
héti.“
„Sagði hún það, já. Ætlarðu að halda því fram,
að hún hafi ekki orðið neitt undrandi?“
„Ja, mér datt það nú ekkert í hug, en einhvern
svip setti hún á sig, og ég held helst, að það hafi
verið þakklætissvipur, eða svo sýndist mér.“
(177)
12